föstudagur, júní 23, 2006

Jón farinn á vit Vestfirskra ævintýra

Eftir tæplega 3ja vikna dvöl sem au-pair hér hjá okkur í Köben er Jón Hallur bróðir farinn heim til Íslands. Hann er búinn að bjarga okkur alveg með heimilið og börnin, og svo hefur líka verið gaman að hafa hann í heimsókn. Karen Emblu fannst æðislegt að hafa stóra frænda nálægt til að ergja. Hún hafði einstakt lag á að finnast Jón pirrandi og gat kennt honum um allt. En það var alls ekki illa meint, sagði Karen sjálf þegar kom að því að kveðja.

Jón Keypti sér helling af fötum hér í Köben, fór í bíó, á djammið og mældi svo göturnar í miðbænum sér til skemmtunar. Stóri bróðir tók hann í smá “meikóver” þannig að hann verði dömuklár við komuna til Íslands aftur.

Síðasta daginn sem Hann var hérna í DK skelltum við bræðurnir okkur í Tivoli og létum adrenalínið þjóta um æðarnar. Við skelltum okkur 3 sinnum í fallturninn, rússíbana og þeytivindur. Jóni sem er meinilla við allt sem er hærra en hann sjálfur var með lorrann í brókunum meira og minna alla daginn. Í fallturninum stundaði hann le mage öndunaræfingarnar af miklum móð með lokuð augun. En þetta fannst honum þó ansi skemmtilegt á endanum þegar hann var viss um að vera ekki dáinn.

Við leystum Jón út með smá gjöfum sem hann var ansi ánægður með strákurinn.

Nú stundar hann slægingarnar af miklum móð hjá Simma Þorkels. Vonandi getur Jón leyst Simma af svo að hann geti fengið sér smá blund, hann sefur víst ekkert á sumrin karlinn, -að eigin sögn. Óskar systursonur minn er líka kominn í slæginguna hjá Simma, þannig að Jón ætti að geta kennt honum handtökin.

Takk fyrir hjálpina Jón, kveðjur frá okkur.

Engin ummæli: