miðvikudagur, júní 28, 2006

María íslenskukennari kvödd

Á dögunum voru skólaslit í íslenska skólanum í Jónshúsi, síðasti kennsluadgurinn var þó ekki með hefðbundnu sniði, heldur hafði María kennari skipulagt útiveru með krökkunum í nálægum almenningsgarði og var foreldrum boðið að vera með. Þetta var einnig síðasti kennsludagur hennar eftir tveggja ára starf. María er einstaklega ljúf og skemmtileg og voru bæði nemendur og foreldrar ánægðir með hana. En María er á leiðinni heim til Íslands þar sem maðurinn hennar hann Einar er búin í læknasérfræðinámi sínu. Ég veit að Karen Embla og hin börnin eiga eftir að sakna hennar og það eiga forledrarnir eftir að gera líka.

En þennan dag mættu nemendur og foreldrar, vel nestuð í blíðskaparveðri í almennings- garðinn Østre anlæg sem liggur við konunglega listasafnið og steinsnar frá Jónshúsi. Þarna var margt sér til gamans gert. María hafði undirbúið nokkra leiki fyrir börnin og foreldrana og dró fram keppnisskapið fram í nokkrum. Ein þrautin gekk út á að búa til eins orð og hægt er úr stöfunum sem mynda orðið Þingvellir. Ég og gústi Østerby lögðum krafta okkar saman og fundum 50 orð sem hægt er að mynda, og vorum að sjálfsögðu langt efstir.

Annars var setið og skrafað, og blíðunnar notið til hins ýtrasta. Allir voru ánægðir með framtakið og ekki síst börnin sem fengu svo að leika sér í leiktækjunum og spretta úr spori.

Karen tók að sjálfsögðu nýja "build a bear" bangsann sinn með, sem hún keypti fyrir hluta af sparifénu sínu. Hún er nefnilega nokkuð nösk við að safna pening daman.

Nú er svo leitað að nýjum kennara fyrir íslenska skólann í Jónshúsi og verður spennandi að sjá hver mætir til starfa til að kenna ungum hérbúandi íslendingum um allt sem íslenskt er.

gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt....eitthvað gamalt og gott

Engin ummæli: