miðvikudagur, maí 31, 2006

Fagnaðarfundir


Það voru fagnaðar-fundir á flugvellinum í Kastrup á mánudags-kvöldið þegar Jón Hallur bróðir kom frá Íslandi. Karen stökk í fangið á frænda sínum, glöð á svip.

Jón lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar vélin lenti. Farþegarnir voru allir látnir fara upp í einhverja rútu og þeim keyrt að öryggisbyggingu. Þar var leitað að vopnum og töskur viðkomandi skoðaðar. En þegar 2/3 hluta farþegana hefðu látið leita á sér, og þeim farið að líða eins og ótýndum glæpamönnum á Tyrkneskum flugvelli fyrir 30 árum, kom maður og sagði allt byggt á misskilningi.

Jón komst og náði í töskurnar að lokum, og við heimtum hann úr prísundinni og héltum heim á leið. Það beið okkur nefnilega girnilegar heimabakaðar pizzur frá húsfreyjunni, í tilefni komu kappans úr Bolungarvík.

Jón, ...me casa, su casa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»

Nafnlaus sagði...

Greets to the webmaster of this wonderful site! Keep up the good work. Thanks.
»