Ég og Sonja notuðum tækifærið og tókum aðeins til og dittuðum að ýmsu hér á heimilinu. Vegna
þess hve veðrið var gott stakk Sonja upp á að við færum í göngutúr niður á strönd. Við pökkuðum saman einhverju smálegu og héldum af stað. Niður á Amager Strandpark var töluverður fjöldi fólks að sóla sig og við hina ýmsu leiki í blíðunni. Amager Strandpark er eitthvert metnaðarfyllsta verkefni sem danir hafa ráðist síðan smíði Eyrarsundsbrúarinnar lauk. Það er ekki laust við að maður hlakki til sumarsins og að taka ströndina loks í notkun, en framkvæmdum lauk síðasta haust.Við gengum meðfram ströndinni og fylgdumst með ógurlegum tilþri
fum seglbrettakappana. Óliver fékk að spretta úr spori og naut víðáttunnar. Hann klifraði upp á allt sem hönd á festi og hljóp gólandi um með bros á vör. Við tókum okkur svo góða pásu á göngutúrnum við ísbúðina, með ís í hönd.Eftir ísátið fórum við svo stuttan túr á hinn fræga flóamarkað Kaninen sem er eins konar sumarboði Amagerbúa. Þarna var fjöldi fólks, fjölmörg tívolítæki og Endalaust af sölutjöldum. Þarna var seldur allur fjárinn og hægt að gera reyfarakaup. Það var þess vegna kannski lán í óláni að hjónakornin voru ekki með neitt lausafé á sér og þarna var hvergi hægt að borga með korti. Við létum okkur nægja að rölta um í sólinni og skoða, ákváðum að láta kaupæðið ekki renna á okkur. Við röltum svo bara heim og tókum á móti Karen Emblu, sem kom heim úr afmælinu á sama tíma.
Ítrekaðar óskir henn
ar um að fá að borða venjulegan mat úti í garði rættust. Við bárum Spag-hettíið niður og nutum þess að borða í síðustu sólar-geislum dagsins. Karen aðstoðaði litla bróðir sinn við að koma matnum uppí sig sem gekk nokkuð vel. Það var óvenju mikið fjör í krökkunum í garðinum í dag og mikill ærslagangur. Óliver fannst hann hafa himinn höndum tekið og tók óhræddur þátt í leik stóru systur og hinna barnanna.Dagur er að kveldi kominn.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli