fimmtudagur, maí 11, 2006

Alvöru barnahópur

Amma og Afi á ströndunum voru ekki að tvínóna við hlutina í barneignum. Þau eignuðust 14 börn og komust þau öll á legg, sem þótti merkilegt á þeim tíma. Þau bjuggu mestalla ævi sína á nyrstu ströndum, á bæjunum Dröngum og Seljanesi, fjarri öllu þéttbýli. Aðstæður til búskabs voru oft á tíðum erfiðar og veturnir langir norður við heimskautsbaug. Þetta þótti kannski ekkert tiltökumál á þeim tíma og brjál heimsins og stöðutákn ekki ákallandi. Drangar þótti alltaf hin mesta matarkista og ekki hefur veitt af til að fæða svanga munna. Æðruleysi, Hreinskilni og djúp réttlætiskennd hefur svo einkennt þetta fólk.

Á myndinni vantar 3 systurnar og lengst til vinstri er svo hann langafi minn.

Danirnir reka upp stór augu og sperra eyrun þegar ég segi þeim frá þessum barnahópi, eru ekki vanir svona frjósemi.

Það eru aðrir stórir barnahópar í fjölskyldunni, til dæmis voru systkyni móður ömmu minnar 19 talsins að henni meðtaldri.

...maður kippir í kynið, eða hvað?

Engin ummæli: