laugardagur, maí 27, 2006

Kakósúpa

Kakósúpan sem var elduð hér í kvöld var algert lostæti. Óliver hámaði vel í sig og þegar maginn var fullur ákvað hann að tryggja sér meira magn af súpunni með nudda henni í andlitið á sér. Auðvitað var þeyttur rjómi með og bara það fékk Óliver til að skríkja af gleði.

Ég hef ekki fengið kakósúpu síðan ég fór í óvænta heimsókn til gamla æskufélaga míns hans Kalla Hallgríms, þegar hann bjó á skaganum. Hann og Gréta kona hans töfruðu fram hina ljúffengustu súpu og síðan hefur alltaf einhvern vegin verið takmark hjá mér að elda svona sjálfur.

En það er oft með svona rétti sem eru svo sjálfsagðir og einfaldir að það er erfitt að finna uppskriftir yfir þá, allavegana á netinu. En í dag fann ég eftir töluverða leit eina uppskrift sem hljómaði vel, frá einhverjum leikskóla á Akurreyri. ...og að sjálfsögðu er þetta sáraeinfalt.

Ég fékk svona súpu reglulega þegar ég var á sjó á togurunum og þótti alltaf jafn gott. Súpan var sjaldan á borðstólnum heima, (hefur örugglega þótt of mikið nammi). Þannig að ég naut þess enn meira að geta slafrað svona lúxus í mig, í þéttum valsi með bárum hafsins.

...þessi eldamennska verður örugglega endurtekin.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»

Nafnlaus sagði...

Jamm, alveg rétt, það er ekki létt að finna kakósúpuuppskrift á netinu. En svo fann ég einhverja vefsíðu sem heitir Google...

c",)

Og það er einmitt þess vegna sem ég er gestur á síðunni þinni.