sunnudagur, maí 14, 2006

...nú tekur alvaran við.

Það kvað við nýjan tón þegar Karen Embla mætti á síðustu körfubolta-æfingu. Það er búið að skipta upp flokknum hennar og æfir árgangurinn hennar með tvo þjálfara. Stelpurnar er byrjaðar að undirbúa sig undir að fara upp um einn flokk seinna í sumar. Nú var ekkert pláss fyrir ærslalega leiki eða athyglisbresti. Þjálfararnir kölluðu skipanir þvers og kruss yfir völlin og hljómuðu oft sem einhver blanda af liðsforingjum og taugaveikluðum skipstjórum.

Æfingin var lengd um hálftíma og engin griður gefin. Stelpurnar eiga að æfa tvisvar í viku eftir sumrfríið og svo verða leikir um helgar. Karen tók á honum stóra sínum og gaf ekki tommu eftir alla æfinguna.

Á síðust æfingu hittum við svo íslenska stelpu sem er að þjálfa einn stelpnaflokkinn hjá BK Amager. hún heitir Gunnur og er að fara að giftast dönskum kærasta sínum sem einnig er þjálfari.

Karen er farin að hitta vel í körfuna og tekur framförum á hverri æfingu.

Það verður gaman að fylgjast með henni í haust.

Engin ummæli: