sunnudagur, maí 14, 2006

laugardagsins fasti liður

Í gær laugardag fór ég með Karen í Íslenska skólann eftir um 1 mánaðar pásu. Við vöknuðum eldsnemma og fórum hjólandi í morgunsvalanum inn að Jónshúsi. Karen var spennt yfir að komast og hitta samlanda sína og Maríu Kennara. Nokkrir foreldrar voru á staðnum en þó óvenju fámennt. Jón forstöðumaður Runólfsson kom niður, bauð mér uppá kaffi og við settumst að spjalli. Við ræddum ferðalög, skipulagsmál og pólitík. Jón hefur það að föstum liði að koma niður í kaffistofu á laugardagsmorgnum og tekur þátt í þeim umræðum sem þar eiga sér stað. Jón er mikill öðlingur og höfðingi heim að sækja. Ég þekki hann lauslega frá skólaárunum á skaganum en kona hans, Inga Harðar kenndi mér leikfimi í fjölbrautarskólanum og dóttir þeirra Bergþóra var með mér í bekk. Jón fylgist vel með íslendingunum hér í köben og eru þau hjón iðin við að greiða leið landa sinna.

Þennan morgun voru einungis 3 feður á kaffistofunni en svo fjölgaði aðeins þegar menn fóru að mæta á AA fundi og til að lesa blöðin. Krakkarnir fengu að fara út í frímínútum í veður-blíðunni sem er gott framtak hjá Maríu. Krakkarnir ganga í hóp í Kongens Have, fá að spretta úr spori og roðna í kinnum.

Karen Embla fór svo heim með Önnubellu vinkonu sinni og var hjá henni allan daginn. Ég fylgdi Karen heim til hennar og í leiðinni þáði ég að sjálfsögðu kaffibolla og kökusneið hjá foreldrum hennar, Hrafnhildi og Viðari. Viðar er borgneskur bakari og býr til bestu Pizzur hérna megin miðbaugs. Hrafnhildur er svo kominn af hinu góða fólki frá Hanahóli í Syðridal og þekkir hún marga úr Bolungarvíkinni. Þau eru bæði hið vænsta fólk og alltaf skemmtileg heim að sækja.

Eftir kaffidrykkju og kökuát tók ég til við að hugsa um "mæðradaginn" sem á að vera á sunnudeginum. Sonju skildi komið á óvart.

Ég og Sonja lágum svo í afslöppun það sem eftir lifði dagsins. Sonja sem er á 26. viku á meðgöngunni, datt í tröppunum hérna frammi ða stigaganginum á föstudaginn og hefur verið drepast í bringubeininu síðan. Ætlunin er að fara á slysavarðsstofuna og láta líta á þetta, ef þetta líður ekki úr næst dægur.

...allir dagar eru mæðradagar.

Engin ummæli: