laugardagur, maí 27, 2006

Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.

las Hemmi Gunn í ævintýrinu um Rauðhettu þegar veiðimaðurinn birtist til aðstoðar aðalsöguhetjunni og ömmunni, sem vor fastar í maga úlfsins. Og það eru sko orð að sönnu. Fyrir stuttu hringdi mamma heiman úr víkinni og með ánægjulegar fréttir. Jón Hallur bróðir ætlar að koma hingað út á mánudaginn og aðstoða okkur með börnin og hemilisverkin í 2 - 3 vikur. Eftir þann tíma ætlar hún sjálf að koma og vera eins lengi og þörf krefur.

Svo ætlar tengdamóðir mín að koma seinna í sumar og vera hér þegar nýi fjölskyldumeðlimurinn kemur í heiminn.

Nú þegar próftíminn gengur í garð og ýmis verkefnaskil og ýmis veikindi herja á okkur hérna á Lombardigötunni, er gott að eiga góða að. Neyðin er kannski ekki stærst en, tilveran verður mun auðveldari og líkurnar á að manni takist að upfylla skyldur sínar aukast.

Þó að heilt úthaf skilji að þá getur maður alltaf treyst á fólkið sitt.

Takk.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nice colors. Keep up the good work. thnx!
»

Nafnlaus sagði...

Super color scheme, I like it! Keep up the good work. Thanks for sharing this wonderful site with us.
»