
Tóti og systkyni hans eiga öll hrós fyrir elju sína við að blása lífi í glóðirnar í víkinni okkar góðu. Það hlýtur að koma að því að eitthvert þeirra fái fálkaorðuna.! Hvar væri víkin án þeirra spyr ég bara.? Það kemur að því að maður eyði einu sumri fyrir vestan og andi að sér þessari hrífandi stemningu. Það er nú kannski ekki raunhæft að flytja með alla fjölskylduna vestur og setjast þar að til langframa. Ég hef samt alltaf haldið í þ
ann draum og alltaf langað til að leggja mitt af mörkum til bæjarins. Vakandi og sofandi koma upp allskonar hugmyndir hjá manni um hvernig hægt væri að auka atvinnumöguleikana og efla mannlífið. En dagdraumarnir eiga það til að springa eins og sápukúlur, þegar raunveruleikinn kallar.Ég er að vinna að skipulagningu ósvararsafnsins og þar finn ég oft farveg fyrir þessar hugmyndir. Ósvörin hefur alla möguleika á að vera kennimerki Bolungarvíkur og ekki óhugsandi að þetta eitt sinn fjöregg samfélagsins verði það aftur í nýju samhengi.
Ég vona bara að sólroðinn við sjóndeildarhringinn, þessi dögun verði að glampandi sólskini á heiðum himni Bolungarvíkur.
Áfram víkarar.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli