föstudagur, maí 12, 2006

Hörkukvendið Hildur


Systir konu minnar hún Hildur Ösp Sigurjónsdóttir er ung og hraust grafarvogsmær. Hún er 15 ára og er líkt og allflestir jafnaldrar hennar nýbúin að ljúka samræmdu prófunum. Í samtali við skálm guðmundar fyrir stuttu sagðist hún sér hafa gengið nokkuð vel. Prófin voru nokkuð erfið að hennar sögn, en langt frá einhver hindrun. Hún sagðist þó viss um að flestir bekkjarfélagar hennar hefðu lent í vandræðum enda ganga þau flest ekki heil til skógar greyin. Hildur sagði það engin spurning um hvort hún myndi dúxa enda væru gáfnarfari hennar fá takmörk sett. Heimboð að Bessastöðum til Óla og Dorritar væri væntanlega á næsta leyti og reiknaði hún einnig með því að tilboðum frá æðri menntastofnunum myndi rigna inn um bréfalúguna í Funafoldinni á næstu dögum. “ég skoða þessi tilboð í rólegheitunum og sé svo til, ...jafnvel að maður taki sér pásu frá bókunum einhverja stund og skelli sér í fiskvinnslu í Bolungarvík, ...ég hef alltaf haft einstakt dálæti á þeim fallega stað!” sagði Hildur. Hvað sem verður er víst að framtíð Hildar verður glæst, hvort sem verður í lögfræðideildum háskólana eða frystiklefum frystihúsana.

En Hildur dvelur ekki lengi yfir bókunum. Stúlkan hefur einstaka þörf á að bjóða náttúruöflunum byrgin og takast á við djarfar áskoranir. Hún segist alger adrenalínfíkill og það sé fátt sem hún ekki þori. Hún segist vorkenna bekkjar-félögum sínum vegna hugleysis og aumingja-skaps sem þau geta sýnt þegar á hólmin er komið. Hún hlær framan í hætturnar og segir það fátt sem komið geti henni úr jafnvægi. Undirritaður getur vitnað um það, eitt dæmi um það var hvílíkt æðreleysið og hugarró sem hún sýndi í rússíbananum í Köben síðastliðið haust. “næsta skref er base-jumping eða eitthvað álíka, ...ég á svo eftir að taka aumingjann hann David Blane í nefið, hvað heldur maðurinn að hann sé, ...ægilega töff að anda í gegnum rör í vatnskúlu, eða þannig! ...gullfiskurinn minn var í vatnskúlu í marga mánuði, með ekkert rör og þurfti ekki fólk til að klappa fyrir sér.” Sagði Hildur fyrir stuttu.

Óvissan, myrkrið, lóðrétt fall og hringiður eru daglegt brauð fyrir þessa ungu framakonu. Eftir samræmdu prófin reif hún lúðulakana í bekknum sínum með í óvissuferð. Hún sagði hlæjandi hafa sett saman gott prógram sem ætti að geta hrætt líftóruna úr þessum greyjum. “við keyrðum austur í Hveragerði sem er stórhættulegt jarðskjálftsvæði og þar sendi ég liðið undir einhver foss og lét þau hanga í einhverju sigbelti yfir iðandi fljótinu. ...þau voru öll með pulsuna í brókunum.” Eftir þessa uppákomu þar sem hún sýndi liðinu nokkur góð trikk í háloftunum var keyrt austur að Hvítá. “þá fyrst byrjaði fjörið” sagði Hildur. Ég skellti liðinu í smá River Rafting og aumingja liðið lagðist öskrandi á mömmur sínar, með rófurnar á milli lappana niður í bátana.” Hópurinn stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni niður brjálaðar flúðirnar til að Hildur gæti sýnt þeim klettadýfingar. Hún fleygði sér fram af hverjum klettinum á fætur öðrum og kliður fór hvert sinn um mannskapinn. Hún henti sér bæði aftur á bak og áfram og gerði allskins kúnstir. “Krakkagreyin voru taugahrúgur, en ég skemmti mér konunglega yfir ræflaskapnum í þeim”.

Ferðin og próftímin var tími þar sem ég innti mína vinnu af hendi af einskærri skyldurækni, en vona að framtíðin beri alvöru áskoranir í skauti sér.

...Call me ID.! ...I for intelligent og D for danger. H.Ö.S.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahhahahaha GUÐMUNDUR!!.... ímyndunaraflið alveg að fara með þig ..
nei ég get allavega hlegið endalaust með því að lesa þetta.. þvílik snilllld! ;)