laugardagur, maí 13, 2006

Varme Hveder

Hinn stóri bænadagur rúllaði með sælustundir og sólskin hér á hinni marflötu Amager. Dagurinn bauð upp á góðar stundir í faðmi fjölskyldu og vina, göngutúr og fleira. Fjölskyldufaðirinn vaknaði syndsamlega snemma þennan morgun, fór fram í eldhús og brá utan um sig svunturæfli. Það skildi nefnilega baka hina hefðbundnu “hveder”, einskonar brauðbollur, sem ristaðar eru í ofni og borðaðar heitar með smjöri og sultu-taui. Að baka og borða þessar bollur á "store bededag" er gamall siður hér í Danmörku og einhvern veginn minnir mig að upskriftin eigi rætur sínar að rekja til tíma skorts og fátæktar. Kaupmannahafnarbúar gerðu sér svo dagamun á þessum degi með því að spássera um varnargarðana og nutu útsýnisins yfir sveitir og sund. Eftir göngutúrana snæddu þeir þessar bollur og drukku te.

Við höfum haldið þessum sið og oftar en ekki boðið til okkar gestum. Góður rómur hefur svo verið gerður að þessum einföldu bollum. Það var eingin breyting á þennan morgun, en þó óvenju gestkvæmt. Gestir okkar, Linda, móðursystir konu minnar er í heimsókn frá Íslandi ásamt syni sínum, Davíð. Þau hafa verið hjá okkur í góðu yfirlæti frá því á þriðjudaginn og voru að sjálfsögðu við morgun- verðar- borðið. Ég hringdi svo í hann Tryggva Guðmunds-son góðvin okkar fjölskyld-unnar og bauð honum og börnum og njóta með okkur bakkelsisins í morgunsólinni. Tryggvi hefur einstaklega góða og skemmtilega nærveru og líkt og börnin hans, Noah og Embla eru þau alltaf til í mannfagnaði og mannamót. Ég vakti kappan af værum blundi, en tuttugu mínótum stóð hann í garðinum með krakkana nýkempdur, í sandölum og með sólgleraugu. Tryggvi er mikill lífskúnstner, maður andans og hins skrifaða orðs. Hann er lærður guðfræðingur, er ljóðskáld og semur svo tónlist af miklum móð.

Fyrri hluta dagsins nutum við svo veitinganna, spiluðum kúluspil að hætti fransmanna og ræddum hin ýmsustu málefni. Krakkarnir voru í miklu fjöri og voru alsæl með þetta allt saman. Þau sippuðu, léku sér í boltaleikjum og blésu sápukúlur. Óliver naut svo allrar athyglinnar og lét ýta sér um allt á hlaupahjólinu.

Hinn stóri bænadagur “store bededag” er fyrirbæri sem á sér nokkuð sérstæða sögu sem ég er að kynna mér betur. En ég get samt ljóstrað því að hinn margrómaða leti og dramb dana liggur til grundvallar þessum degi. Ég skrifa þá sögu seinna.

góðar stundir.

Engin ummæli: