fimmtudagur, maí 18, 2006

Krakkarnir koma til Köben



Við vorum að fá þær fréttir fyrir stuttu að Arndís systir sé á leiðinni til Noregs með börnin sín og ætli að koma hérna við hjá okkur í Köben. Karen er alveg í skýjunum yfir þessum fréttum og reyndar er okkur öllum er farið að hlakka til. Við vonum bara að þau stoppi sem lengst þannig að við getum náð að gera eitthvað skemmtilegt saman.

Börnin hennar Arndísar eru öll einstaklega skemmtileg og góð. Það er langt síðan að þau voru hérna síðast og ekki laust við að maður sakni þeirra. Karen Embla heldur alltaf jafn mikið uppá Margréti Svandísi frænku sína og talar ótt og títt um síðustu sumur vestur í Bolungarvík. Þar gerðust mörg og spennandi ævintýri hjá þeim frænkum. Víkin er einn ævintýraheimur fyrir smáfólkið og hver dagur með nýja drauma. Það er aldrei að vita að Karen fari heim í víkina í sumar og heilsi upp á krakkana á holtinu.

Hún hefur bara áhyggjur af að litla barnið fæðist á meðan.

Engin ummæli: