mánudagur, maí 01, 2006

1. maí


Verkalýðurinn um allan heim heldur daginn í dag hátíðlegan. Kjörin eru að sjálfsögðu misjöfn innan stéttarinnar og vitundin mismunandi eftir því. Þad er þó mikilvægt ad vera meðvitaður um ad hundruð milljónir manna vinna eins og þrælar fyrir lúsarlaun og við óásættanlegan aðbúnað um allan heim. Þetta er ad sjálfsögdu á ábyrgð okkar allra og sérstaklega okkar vesturlandabúa sem notum um 80 prósent af auðæfum jarðarinnar. Þad hefur aldrei verið mikilvægara en nú að samtakamáttur verkamannastéttarinnar verði sem mestur og nái fyrri kröftum. Hin gullnu orð - sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér hefur aldrei átt betur við. Það er staðreynd ad verkalýðsforystan í mörgum vestrænum ríkjum er orðin steingelt fyrirbæri sem situr við háborð borgarastéttarinnar og lætur sér fátt finnast um misskiptingu auðæfanna. Það hefur markvisst verið unnið að því ad grafa undan samtakamætti stéttarinnar og stéttarvitundinni.
Þad er ekkert náttúrulögmál ad hin grimma lúka kapítalismans skuli vera allsráðandi í heimi hér. Sagan endurtekur sig alltaf og það mun að sjálfsögðu koma að því að hinn viti borni maður ranki við sér og sér allt óréttlætið sem grasserar í skjóli efnishyggjunnar og auðmagnsins. Líkt og með tóbaksreikingar hlýtur þessi óhefti kapíatalismi að verða minnst sem einskonar fáránleika eða geðveiki mannsins. Eitt öflugasta líffæri verkalýðsins, stéttarfélögin hafa svikið skjólstæðinga sína og gerst undirlægjur auðmagnsins, það er því mál að linni.

Samúðarkveðjur.

ps. karlinn á afmæli í dag, er fæddur undir hamri og sigð og þykir þess vegna sérstaklega vænt um daginn.

Engin ummæli: