föstudagur, maí 26, 2006

Karen með einkirningssótt

Það er svolítið bágt ástandið á heimilinu þessa dagana, veikindi og slappleiki í hverjum krók. Ofan á það allt er mikið að gera hjá undirrituðum, bæði í skóla og vinnu.

Karen Embla hefur verið kvarta undan magaverk í töluverðan tíma, en það byrjaði allt með skæðum vírus sem herjaði svo á bæði systkynin í apríl. Hún kvartar undan vindverkujm og verkjum uppi undir rifunum vinstramegin, við magasekkin. Læknirinn okkar hann Jón vildi nú ekki mikið gera úr þessu og sagði bara að hún ætti að slappa meira af. En nú er elsku stelpan komin með "einkirningssótt" eða "kossasótt" sem heitir mononucleosis á læknamáli. Þetta er veirusýking og er frekar skæð með hita, hálsbólgu, magaverkjum og henni fylgir mikil þreyta. Við fórum til læknavaktina í gær og sagði læknirinn að Karen væri með skólabókardæmi um þessa sótt. “Hann er fallegur á henni hálsinn” sagði doktor þegar hann kíkti upp í Karen og leit á hálskirtlana sem voru á stærð við vínber og lagðir hvítri slykju, “svona læknisfræðilega séð” bætti hann svo við vandræðalega. Hann sagði okkur að það væru engin lyf til við þessu og að það gæti tekið allt að einum mánuði að verða hress aftur. Hann vildi senda Karen í blóðprufu og sagði að við ættum ekki að spara verkjatöflurnar, sagði að þessari sýkingu fylgdu miklir verkir.

Þannig að nú liggur daman í bælinu með mikla verki, missir af tívolíferðinni á fritidsheimilinu sem verður í dag. Nú verðum við öll heima fjölskyldan næstu daga og reynum að láta okkur líða vel, svona eftir efnum.

Annars var búið bjóða okkur í afmælismatarboð hjá Halli og Hönnu í gær á Sólbakkann. En við komumst náttúrulega ekki útúr húsi í svona ásigkomulagi.

...en allt fer þetta á betri veg.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»