miðvikudagur, maí 17, 2006

kúnstakademían heillar

Ég ætlaði að hafa það náðugt í vinnunni í gær, vinna bara mína vinnu, fara á nokkra fundi, borða góðan mat og þess háttar. En það breyttist snögglega þegar ég las tölvupóstin minn á skólanetinu. Það var að koma í hús samningur á milli skólans míns og Arkitektaskóla listaakademíunnar Arkitektaskóla listaakademíunnar um nemaskipti. Pósturinn var sendur fyrir rúmri viku, en ég las hann fyrst í gær og umsóknarfresturinn, jú hann rann út klukkan 12:00 sama dag. Ég hef að sjálfsögðu brennandi áhuga á að nema landslagsarkitektúr í kúnstakademíunni. Þar á bæ eru menn með allt aðrar kennsluaðferðir og leggja meiri áherslu á hið myndræna, formið og formsköpun. Aftur á móti er landslagsarkitektúrinn í Landbúnaðarháskólanum blanda af náttúruvísindum á borð við grasafræði, jarðvegsfræði, veðurfræði, og félagsvísindum s.s. löggjöf, félgsfræði. Ofan á allt saman lærum við náttúrulega hönnun og famsetningu en oft hefur mér fundist skorta kennsla í formfræðum og nýtingu rýmisins, einnig listræna nálgun viðfangsefnana.

Ég sá þess vegna gullið tækifæri til að kynnast nýjum fleti á faginu á nokkuð auðveldan og raunhæfan hátt. Ég hringdi og fékk frest til að skila til kl. 16:00. Nú fór allt á yfirsnúning, ég átti að skrifa umsókn, CV, bréfi frá skólanum mínum og portofólíu. Shit.!

Ég ákvað að láta reyna á þetta, en var samt sáttur við að þetta tækist ekki. Ég hélt rónni og skrifaði þetta bréf, fann umsóknareyðublað á netinu, ákvað svo að sleppa að fá bréf frá skólanum. Í portófólíuna setti ég svo BSc verkefnið og hluta af Ósvararverkefninnu. Gerði það sem ég gat á þessum stutta tíma. Ég þurfti að hjóla heim og svo uppí skólann og klukkan var 3 mínútur í fjögur þegar ég renndi í hlaðið. Þeir tóku á móti þessu og sögðu möguleika mína vera nokkuð góða. Það skildi þó aldrei fara svo að ég verði nemi þarna næsta vetur. Skólinn er þekktur um álfuna alla fyrir framúrskarandi frumkvöðlastarfsemi og einstaklega skapandi umhverfi, ég kæmist þess vegna í nokkuð feitt.

Að hafa lyst á list.

Engin ummæli: