föstudagur, maí 19, 2006

Evróvision reis upp gegn lélégu djóki


Eina skiptið sem munnvikin á mér bærðust úr niðurlútri U stöðu í smá brosaling þegar ég horfði ´´a framlag Íslands áðan í evróvisíon, var þegar hommi og nammi (eða hvað þeir heita) gripu um ökklan og gerðu einhverja hnekki á nærbrókunum. Þetta fáránlega spaug var alger smekkleysa, nei smekkleysa er hrós í þessu sambandi, þetta var yfirborðskennd og amatörleg lágkúra sem hitti engan fyrir nema flytjendurna sjálfa. Ég var reyndar nokkuð hlessa á öllu baulinu, fannst það púra dónaskapur. Menn hafa náttúrulega listrænt frelsi í svona keppnum, en kannski að þarna hafi frelsið fundið sín mörk. Sylvía Nótt var einnig með arfaslappt lag sem vantaði allan slagkraft. Keppnin á náttúrlega undir smá höggi að sækja, lengi hefur skort á að lögin séu vönduð og vel útsett. Áður fyrr voru lögin flutt af heilli sinfoníuhljómsveit og mikið lagt í þau. Þá voru lögin líka sungin á móðurmáli hvers lands og oftar en ekki tónarnir einkennandi fyrir löndin. Svo voru dómnnefndir skipaðar af fagfólki og frekar horft til melódíunnar og gæði hennar.

Lengi hefur einhver fáránleiki, léttúð og glis einkennt keppnina, sem hefur orðið til þess að keppnin er orðin að risavöxnu drag-showi. Einhverntímann var eurovision tekið dæmi um eurotrash, eða rusl evrópu. En kannski að keppnin sé að fá uppreisn æru og þess vegna ekki að undra þó að harðkjarna-áhagnendur verði súrir þegar keppendurnir sjálfir láta sér hana í léttri lundu liggja. Ég hef náttúrulega ekki séð ýkja mikið til Sylvíu, en hún sannfærði mig ekki í þessi fáu skipti sem ég sá hana. Að sjálfsögðu er þessi persónusköpun flott og útfærslan vel unnin, og jafnvel virðist sem að áhörfendur hafi sannfærst. En þeir hafa ekki tekið þessa léttúð til sín og þar á lagið einhverja sök.

En annars fannst mér vera nokkuð mörg fín lög í þessari undankeppni og var fegin að heyra írska gæðaballöðu og þjóðlega tóna. Fjörugustu lögin sem voru alveg við það að rífa mig uppúr sófanum, voru að mínu mati lögin frá Svíþjóð, Belgíu og Tyrklandi, sem báru með sér ekta old-skúl eurovision stemningu. Svo fannst mér líka Eistland líka vera með fínt lag að hætti hinna þriggja. Rússneska lagið var gott þó að fasið á strákgreyinu væri alveg að gera útaf við mig. Svo voru strákarnir frá litháen með lag sem var bara skratti gott. Lagið var líka einhversskonar háð, en vel útfært með alvarlegum kómískum undirtón.

Hin fallega írska ballaða var að mínu mati einstaklega falleg og “kjarna” eurovision lag, þarna voru andar johnny logans svífandi yfir vötnum. Írarnir gera svona lög betur en flestir. Reyndar væri nú gaman að heyra alvöru írska tóna í þessari keppni, svona a´la The Dubliners.

Besta lagið að mínu mati var lagið frá Bosníu Hersegóvínu. Byrjun lagsins var draumi líkust. Um leið og lagið byrjaði lagði mig hljóðan, þetta voru tónar sem ég hafði beðið eftir að heyra í mörg ár, án þess að vita það, áttaði mig bara á því á þessu mómenti. Lagið og stemningin í laginu var vel skiljanleg og einhvernveginn fannst mér ég geta skilið hvert einasta orð sem kom frá söngvaranum. Ég hef trú á þessu lagi í keppninni og hef það einhvern veginn á tilfinningunni að eurovision sé að ná þeim þroska aftru að geta valið ballöðu sem vinningslag.

Í mörg ár hefur keppnin líkst einhverju tívolí, algjörri kakófóníu, en nú er kannski tíminn runnin upp fyrir að vönduð og metnaðarfull lög eigi upp á pallborðið hjá evrópskum öfuguggum. Kannski að hruni siðmenningar evróvision verði bjargað fyrir horn í ár.

...vonandi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða bull og kjaftaði er í þér kall að segja að Silvía Nótt(Night) sé eitthvað lélegt djók. Ég held að Silvía sé eitt það besta sem hefur komið fyrir Íslensku þjóðina og Eurovision síða ABBA, eins og einn blaðamaður frá hinu virta blaði Gardians komst að orði. Mín skoðun er sú að það sé ekki fullreynt með Silvíu og vill að hún sé sent aftur á næsta ári með sama lagið og þá með f***orðinu OG HANA NÚ!!!!!!!!!


Bið að heilsa frá Bifröst
Kær kveðja
miðaldra karlamaður að vestan.