sunnudagur, maí 07, 2006

Mannlífsmynd vikunnar

Mannlífið í allri sinni dýrð hefur alltaf verið í sérstöku dálæti hjá mér. Oftar en ekki get ég setið drjúga stund og fylgst með fólki og öðru sem fyrir augu ber. Það er ekkert án fólksins. Bæir og borgir, götur og torg fá fyrst einhverja þýðingu um leið og manneskjan stígur þar fram á völlinn. Og fátt er eins eftirsóknarvert og bæjarrými full af fólk. Haltrandi gamalmenni, glaðir gemlingar, stressaðir jakkafatagaurar, kaupóðar kerlingar, hnakkar, treflar og allir hinir sem setja svip sinn á flóru lífsins.

Maður er Mannsins megin.

Ætlunin er að setja inn eina mannlífsmynd vikulega, eða eftir því sem efni leyfa.

Myndin er tekin í á Ítalíu, Apríl 2006 í bænum Peschiera del Garda. Þröng strætin kræklast um allan bæinn sem byggður er innan hárra borgarmúra og er umlukinn stóru sýki. Ítalirnir eru ástríkir og miklir nautnaseggir og þrífst kvikt mannlífið einstaklega vel í hinu þröngu strætum sem gefa þessa hlýlegu nærveru.

uno gelato, per favore y uno ezpresso con latte. grazie.

Engin ummæli: