sunnudagur, maí 21, 2006

...Vinnudagur í suddanum

Í sudda og grámyglu snemma í morgun mættu nokkrir íbúar hús-félagsins hérna á Lombardigötu 17 – 21 í hressilega tiltekt á sameigninni. Fylltur var heill gámur af öllu mögulegu drasli sem stóð í kjallaragöngunum. Þarna voru hillur, skápar, borð, stólar og bekkir svo eitthvað sé nefnt. Oft var maður hikandi yfir að henda einhverju nýlegu sem öruugt var að ekki ætti heima í ruslinu. En það hafði verið sent bréf með mánaðar fyrirvara og fólk beðið að fjarlægja það sem ekki skyldi henda. Til að mynda grófum við upp 12 eldgamla herhjálma, hljómflutningstæki og annað eigulegt. Ég gat nú ekki horft á eftir hjálmunum í ruslið og bjargaði fjórum heillegustu. Karlinn hann pabbi ætti að verða ánægður yfir því. Hann hefur óbilandi áhuga á svona löguðu, hann keypti sér til dæmis forláta þýskara-hjálm á flóamarkaði hér í köben um árið og var svo myndaður í bak og fyrir af blaðaljósmyndurum með hann á höfðinu. Það var varla komið einn planki í gáminn þegar fólk byrjaði að gramsa og hirða. Ég er nú ekki barnana bestur í þeim efnum, þykir leiðinlegt að horfa á eftri einhverju fallegu og nýtilegu í ruslið. Nytjagenið kemur sterkt fram í mér við þessar kringumstæður en mætti láta á sér bera við fleiri. Sonja er ekki mikið gefin fyrir að drösla einhverjum kaffibollum eða salatskálum hingað upp. Það gildir einu þó að ég noti hin klassísku rök “þetta er fyrir sumarbústaðinn”, sonja gefur sig ekki, vill allavegana ekki nota þetta sjálf. Annars er svona “loppefund” algert tískufyrirbrigði í Danmörku. Það eru gefnar út heilu bækurnar um efnið og svo spretta litlar verslanir með notaða hluti upp úti um allt. Mér finnst einhver sjarmi yfir mörgum gömlum hlutum og held fast í drauminn um sumarbústaðinn, og þar gæti konceptið verið – einungis notaðir hlutir! Bæði sparar það peninga, er persónulegra og er umhverfisvænt.

Húsfélagið keypti svo borð og bekki fyrir grillvesilur sumarsins og að síðustu var umhverfið pyntað með litríkum blómum.

Söfnuðurinn gæddi sér svo á bakkelsi, kaffi og öli á milli þess sem hendur voru virkilega látnar standa fram úr ermum. Að síðustu var svo rabbað með yfiborðskenndum hætti um allt og ekkert, svona að hætti fólks sem býr í sama húsi en þekkist ekki neitt, hittist á hverjum degi en heilsast ekki. Frumleg umræðuefni eins og veðrið, fótbolti, fasteignaverð, ...börnin, fasteignaverð, ...íslendingar að kaupa allt, fasteignaverð, dúkkuðu hvað eftir annað upp.

Eftir tiltektarbrjálæðið kom Henri svo upp í kaffi og köku, og karen og Sonja sýndu honum smá takta í Sing-star. Það var kominn evróvision stemning í Karen, sem söng svo í tækinu það sem eftir lifði dags.


...svo byrjaði evróvision

Engin ummæli: