föstudagur, maí 26, 2006

Þegar manni líður illa, þá er best að sofa.

Það var eilítið bágborið ástandið á heima-sætunni í dag. Snemma í morgun fór hún til læknis til að láta taka blóðprufur en sú ferð varð hálfgerð fýluferð. Það var sama hversu mikið var stungið í handleggina á henni, ekki tókst að hitta á neina æð. Hún fékk þó að vita að ofan á þessa einkirningssótt væri hún einnig með streptakokkasýkingu. Það var þess vegna hálf niðurlút dama sem kom heim með mömmu sinni eftir læknisheimsóknina, eini ljósi punkturinn var viðkoman í leikfangaversluninni þar sem hún fékk að velja sér eitthvað lítilræði.

Hún lagðist svo fyrir daman og svaf stóran hluta dagsins. Hvað getur maður annað gert þegar maður er bara átta ára, með tæplega 40 stiga hita og tvær slæmar sýkingar? Mamma og pabbi gera þó allt til að létta tilveruna hjá henni, svona með rýmri reglum um sjónvarpsgláp og sætindi. Svo er spilað eftir efnum og lesið.

...Henni kvíður mest fyrir að vera ekki orðin hress þegar frændsystkynin frá Bolungarvík koma í heimsókn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Your website has a useful information for beginners like me.
»

Nafnlaus sagði...

Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»