þriðjudagur, maí 16, 2006

Fornmaður og varsla fornmynja.


Karlinn hann pabbi settist á skólabekk í haust. Hann skráði sig í fjarnám í Háskólann á Hólum og nemur hann “vörslu fornmynja”. Hann þurfti náttúrulega að læra margt annað í leiðinni sem hefur farið framhjá svona fornmanni síðustu árin. Hann hefur lært að nýta sér tölvuna og nokkur forrit, skrifa ritgerðir og annað þess háttar. Mér finnst þetta allt saman ægilega merkilegt og er stoltur af foreldrum mínum báðum sem hafa tekið örlögin í sínar hendur og sest á skólabekk. Þau eru bæði á besta aldri og með heilbrigðum lifnaðarháttum geta þau átt tæplega hálfa starfsævina eftir.

Karlinn hann pabbi fór svo í próf á dögunum, nánar tiltekið daginn eftir að sýningin “Perlan Vestfirðir” lauk. Hann hafði áhyggjur af hversu tæpt hann stæði í sambandi við að fá próflestur og undirbúning fyrir áðurnefnda sýningu til að hanga saman. En það reyndist þó óþarfa áhyggjur, karlinn gerði sér lítið fyrir og fékk 8.4 í prófinu. Þetta er örugglega fyrsta prófið sem hann fer í síðan hann fékk skipstjóraréttindin fyrir tæpum 40 árum. Glæsilegt.!

Til Hamingju Ísland

Engin ummæli: