eð dempara og 18 gírum. Um kvöldið er allir voru komir í fasta svefn tók ég hjólið úr pakkanum og lét það standa inni í stofu.Klukkan 7 um morguninn er ég vaknaði, tryggði ég að sumargjöfin yrði algerlega óvænt og lét sem ekkert væri er ég vakkti Karen. Karen á það til að vera svolítið morgunsúr og ætlaði ekki að nenna framúr. Hún kom þó að lokum og trítlaði fram. Það var stærðarbros sem stökk fram á varir hennar er hún sá þennan dýrðargrip. Hún þurrkaði stýrurnar úr augunum og ..jú það var rétt, óskin hafði ræst. Karen skoðaði hjólið í krók og kima, settist upp á það þreifaði á því öllu. Það var glöð dama sem borðaði hafragrautinn sinn og gerði sig klára fyrir skólann. Óliver kom stuttu seinna fram með pýrð augun og tröllshárið sitt og rak hann upp stór augu þegar hann sá gripinn á miðju stofugólfinu. Hann rannskaði allt hjólið og öðru hvoru heyrðust einhver óp í honum þegar hann snerti eitthvað sem hreyfðist. Hann var ekkert minna ánægður en K
aren með að hafa svona grip í stofunni og eignaði sér hjólið strax. Óliver komst örugglega á vöggustofuna og unir hann orðið hag sínum bara nokkuð vel. Krakkarnir eru allta úti að leika og útisvæðið á vöggustofunni er með því betra sem gerist. Þar eru krókar og kimar og smáfólkið kemst í marga rannsóknarleiðangra. Óliver naut ekki ferðarinnar í kerruni nema að vera í sinni múnderingu frekar en fyrri daginn. Nú er tími útiverunnar og hinna ýmissa smáferðalaga. Á fimmtudaginn fór barnahópurinn á ströndina og tók óliver forskot á sæluna með að hlaupa beint útí sjó, með fóstrurnar á eftir sér. Ég er farinn að skilja af hverju ég var beislaður við snúrustaurinn sem krakki.Það kom svo ekkert ann
að til greina hjá Karen Emblu en að fara á hjólinu í skólann og mátti pabbinn bara hlaupa með. Ég tók þó hjólið með heim aftur vegna þess að við áttum ekki nógu góðan lás. Það hefur brugðið við upp á síðkastið að hjólum hafi verið stolið í hverfinu og um að gera að hafa varann á.En annars leið dagurinn nokkuð rólega, ég fór í vinnuna og var þar allan daginn. Vinnudagurinn byrjaði með fjörugum fundi og svo borðuðum við saman hádegismat í blíðunni í Havneparken á Islands Bryggju.
Seinnipartin og um kvöldið áttum við góðar stundir saman með góðvinum okkar þeim Höbbu og Henri. Við grilluðum úti og drukkum g
óðar veigar. Henri sá um grillið að miklum myndarskab og meira að segja marineraði kjötið sjálfur með eigin uppskrift. Annars var borðið að svigna undan hinum ýmsu kræsingunum sem við létum renna ljúft niður.Eftir matin buðum við þeim upp í ís og vöfflur að hætti húsfreyjunnar og svo sátum við á spjalli fram á kvöldið....matur er mannsins megin

Engin ummæli:
Skrifa ummæli