sunnudagur, maí 14, 2006

karlgreyið

Þetta myndbandarbrot er með því skemmtilegasta sem ég hef séð í langan tíma. Fékk þetta sent frá vini mínum , Óla Guðmunds fyrir stuttu. Myndbrotið er tekið af þætti sem sýndur var í Belgíu fyrir ekki svo löngu.

Þannig er mál með vexti að Erik nokkur Hartman var þáttarstjórnandi í þætti sem hét Boomerang. Þátturinn var sýndur beint og fjallaði um allskonar alvarleg og "tabú" málefni. Þarna var fjallað um kynhneigðir, misnotkun, glæpi, veikindi, fötlun og annað slíkt.

Þegar hérna er komið við sögu er Erik í viðtali í öðrum þætti þar sem hann fjallar um tímabilið sem þáttarstjórnandi í Boomerang og þá sérstaklega um atvik sem hafði afgerandi áhrif á framtíð hans. Þarna er svo sýndur hluti úr einum gömlum Boomerang-þætti þar sem þetta atvik á sér stað. Í þeim tiltekna þætti er verið að fjalla um læknamistök og eru tveir viðmælendur hans fórnarlömb læknamistaka.

Myndbandsbrotið er á Flæmsku og ótekstað, en það skiptir ekki svo miklu máli, en hljóð er þó mikilvægt til að skilja það sem fram fer.

Hérna er myndbandið.

Engin ummæli: