laugardagur, maí 27, 2006

Á róló

Honum Óliver leiddist ekki í rólunni á rólóvellinum í gær. Pabbinn fór í hressingar-göngu med piltinn, leyfði honum ad spretta úr spori á Sundbyøster leikvellinum og keypti inn handa heimilinu í leiðinni.

Annars var hálfkalt og hrissingslegt veðrið eftir annars gott tímabil, fyrri hluta mánaðarins.

...Hvert ætli sumarið hafi farið ?

Nú fer jón bróðir bráðum ad koma, en hann getur slepp því ad taka skafrenninginn að vestan með sér hingað. Það gildir ekki alltaf hið fornkveðna: always take the weather with you, nei ekki um suddan frá heimaslóðunum.

Nú eru kosningar heima í dag, og um að gera að nýta sér kosningaréttin. Vona að K-listinn í Bolungarvík komist til valda þó að þad sé ekki alltaf öfundsvert starf að stýra bæjarfélagi eins og Bolungarvík. Skuldir eru miklar og ekki bætir úr skák þegar frammámenn í bæjarmálum og viðskiptum gera það að frístunda-hobbíi ad láta bankann og bæinn afskrifa skuldir sínar. Já það eru bara sumir sem eru illa aldnir upp eða illa innrættir, og ekki svosem mikið við því að gera. Svoleiðis fólk á bara ekki að sitja í ábyrgðarstöðum og misnota sameiginlega sjóði fólksins.

...gefdu mér K

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»

Nafnlaus sagði...

This site is one of the best I have ever seen, wish I had one like this.
»