föstudagur, maí 19, 2006

Akademían kallar

Fékk bréf frá Kúnstakademíunni í dag þar sem þeir tjáðu mér að ég væri kominn inn sem gestanemi í mastersnámið í landslagsarkitektúr. Deildin þar sem ég verð heitir By og Landskab. Fyrirlestraröðin hjá kúnstakademíunni er mjög spennandi, mörg þekkt nöfn og forvitnileg efnistök. Prófessorinn á deildinni heitir Steen Høyer og er hann nokkuð mikilsmetinn arkitekt í Evrópu. Ég hef farið á fyrirlestra með honum og finnst bara nokkuð spennandi að hlusta á hann.

Annars hefur verið mikið um góða fyrirlestra hjá okkur í skólanum upp á síðkastið. Við höfum til að mynda fengið Sven-Ingvar Andersen til að koma og segja okkur frá kenningum um varðveitingu og endurgerð garða. Sven-Ingvar er einn af áhrifamestu landslagsarkitektum í heiminum á síðustu öld. Fjölmörg af verkum hans eru heimsþekkt innan greinarinnar og einnig liggur eftir hann fjöldinn allur af skrifuðu efni.

Það er smá pressa þessa dagana. Það eru skil á verkefni í skólanum á mánudaginn og svo er verkefnið fyrir borgina alltaf að vaxa og skiladagurinn nálgast óðfluga. Nú er törn framundan og um að gera að setja sig í vertíðarstellingar.

...gósentíð.

Annars er veðrið búið að vera nokkuð grátt og kalt síðustu daga. Smá melankólía drepur engan, er reyndar nokkuð holl reglulega. þannig að það kuldi og bleyta sína kosti og hefur oft jákvæð áhrif á sköpunargáfuna.

Engin ummæli: