þriðjudagur, maí 30, 2006

Borg hinna mörgu turna.!

Sjálfsánægðir Kaupmannahafnarbúar hafa í áraraðir reynt að festa þessa nafngift við borgina sína. Sem er birtingamynd á einhverri þörf fyrir að skapa sér sérstöðu eða ímynd. Margar borgir hafa einhver ákveðið yfirbragð sem þær eru frægar fyrir, svo sem Prag, París og Amsterdam. Kaupmannahöfn veðjar á turnana, eins og Amsterdam veðjar á sýkin.

Þessa mynd tók Sonja um daginn þegar hún sýndi Lindu móðursystur sinni og Davíð frænda sínum borgina. Þarna sést í þónokkra turna, er reyndar óvenju gott sjónarhorn.

Fyrst þegar ég kom hingað þá tók ég mest eftir hvað voru margir skorsteinar um alla borg. Og þegar ég heyrði og las um þessa sjálfshælni um turnana fannst mér það þvílík öfugmæli. Mér fannst réttara að kalla borgina "borgin með hina mörgu sótspýjur". Reyndar fer skorsteinunum nú fækkandi eftir að lög voru sett, sem bönnuðu uppsetningu á olíukyndingu. Nú kaupa danir rafmagn í miklium mæli frá Svíþjóð og setja á fót miklar framleiðslur á vindorkunni. Svo ekki er þörf á þessari mjög svo mengandi olíuorkuverum.

Kannski í framtíðinni mun borgin geta borið þetta nafn, "borg hinna mörgu turna", þegar grysjað hefur verið nóg í skorsteinafrumskóginum. Tívolíið hjálpar svo til með fjölga turnum í miðbænum, sem hafa reyndar það hlutverk að hræða líftóruna úr sjómönnum að vestan. Svo spretta nútímalegir turnar upp í formi skrifstofuhúsnæðis um alla borg.

Borgarbúum þykir svo vænt um turnana og áhrif þeirra á yfirbragð bæjarins að ekki kemur til greina að hrófla við eina staðnum sem hópur turna sést úr götuhæð Það er grasblettur sem annars er kannski besta byggingalóð bæjarins.

Turnar og ekki turnar, þeir eru þarna allavegana greyin.

Engin ummæli: