sunnudagur, maí 21, 2006

Grikkir eru gikkir og þola enga grikki.

Hvaða forkastanlegur dónaskapur var þetta í hinum fornheimsku grikkjum að baula á Litháana? Litháarnir voru með mjög frambærilegt lag og frumlega sviðsframkomu, eitthvað annað en hægt er að segja um sjálfa grikkna. Til þess að bíta höfuðið af skömminni bauluðu þeir svo á litháeska kynnin. Hvað hefur hann með þetta að gera.? Litháeska lagið verður eitt af þeim lögum sem fólk syngur í júróvsion partýum um komandi ár, varð að klassískum slagara á svipstundu, á bord vid huppa hulle frá Israel.

Jæja, þrátt fyrir að kvenkyns kynnirinn hafi verið óþarflega óþolandi og talað hræðilega mikið á sinni Hollywood ensku, hélt ørugglega ad hún væri sjálf adal númerid, þá var sjówið bara ansi gott. Gæði margra laganna var gott, og ég held bara að ég kaupi mér barasta geisladiskinn með lögunum. Ég veit að það er hommleg eighties sveitalágkúra, en svona er ég bara.

Rúmenska lagið var ansi þétt, ekta Ibiza stemning með grípandi viðlagi. Þessar austur-evrópu þjóðir gera þetta júrópopp betur en flestir, eru jafnvel á hærra plani en sjálfir þjóðverjarnir, sem eru ókrýndar júropppdrottningar.

Rússin Dima Bilan var með feykigott lag, strákurinn sem var með einhverjar neo-eighties hreyfingar og klippingu var bara að venjast ágætlega greyið. Hann minnti mig þó enn á parkinsonveika toppönd á kóki, með þetta tilviljanakennda hopp og hendingar og tryllingslegt augnaráðið. Hann komst þó vel frá þessu.

Swiss miss var líka með hressilegt lag. Hópurinn var einhver blanda af village people og abba og opnaði sýninguna með lagi sem fyllti hvert einasta rými hérna í íbúðinni. Ekta júróvision lag með dans og drama.

Bosnía Hersegóvína var að mínu mati með besta lagið, flutt af Hari Mata Hari. Það er langt síðan að ég hef heyrt betra lag. Efa samt að það nái þeim status að verða nýrri tíma "gente di mare", sem Umberto tozzi og Ra fluttu hérna um árið og Benni Sig gerði ódauðlegt í Ísland í bítið.

Finnarnir voru með fínt og þétt rokk sem vel á heima í svona keppni. Þeir voru víst svo ósköp kurteisir við alla, alger lömb. Kannski ekki drauma tengdasynir, en allt að því. Er ekki frá því að ég hafi séð svona fólk á Þingeyri eða suðureyri og þar þykir ekkert merkilegt eða sniðugt að líta svona út. En Evrópa hefur lagst við fætur þessa innræktuðu finna sem hafa greinilega gerst of ákafir í gufubaðinu af húðinni að dæma. Kannski að þeir hafi lamið hvorn annan með birkihríslunum svona hressilega eftir vodkaþambið og aldrei beðið þess bætur.

En þeir kunna að rokka og júróvision verður í Helsingfors að ári.

...

Engin ummæli: