sunnudagur, júlí 02, 2006

Flutningur ...ein hending I. hluti

Sem stendur standa yfir flutningar hér hjá fjölskyldunni. Ætlunin er þó ekki að flytja langt, nánar tiltekið fer allur flutningurinn fram innan heimilisins. Við foreldrarnir ætlum að skipta um herbergi við Karen og fara sjálf í hennar herbergi. Karen og Óliver verða þannig með stóra herbergið en við, mamman og pabbinn ásamt tilvonandi erfingja látum okkur nægja að hýrast í litla herberginu.

Þegar plássið er takmarkað reynir á skipulagshæfileika okkar og í þetta skiptið skal mannin reyna, eins og segir í máltækinu.

Við erum þó viss um að þetta takist, en all skal mælt og vegið. Í þessu tilefni fer fram ein allsherjar tiltekt og mörgu minna nýtilegu hent. Ég er þó af gamla skólanum og græt þurrum tárum þegar einhverju heilu er hent, sé verðmæti í öllu. En veruleikinn veitir enga náð, og ef við ætlum að hafa það sæmilega þægilegt á heimilinu verður hreinlega að hreinsa til.

Bækur, föt, skór, húsbúanður og leikföng eru mörg hver á leið undir hina vægðarlausu hönd heimilisfrúarinnar. Allt er sett í svartann ruslapoka og bóndinn sendur með hann útí tunnu. Á leiðinn gefst mér oft tækifæri að sinna innra eftirliti. Ég gramsa djúpt í pokann, og reyni á skynsamlegum tíma að sjá hverju frúin hefur hent. Ég lenti nefnilega einu sinni í því á fyrstu árunum okkar saman, að hún hellti úr fullri skál af dóti ofan í einn ruslapoka í einhverju tiltektaræði, án þess að gá hvað þar væri. Í skálinni voru allskyns gripir frá mér, til dæmis fermingahálsmenið, gullhringur sem ég erfði, ljósmyndir og fleira og síðan hef ég haft varann á mér þegar frúin hentir einhverju.

En það er gott að hún geti tekið af skarið og rýmt til án þess að vera með eitthvað væl eins og undirritaður kemur stundum með. Ég þarf að tileinka mér hæfileikann sem Juan José bekkjarfélagi minn talar iðulega um sem kenndur er við “get over it”. Já, einfaldlega “get over it”, allt er breytingum háð og til að komast framá veginn verður að rýma til fyrir nýjum hlutum.

Á svona tímum verður maður líka að gera upp við sig hvað er það sem skiptir virkilega máli fyrir mann. Holl og góð pæling, og skref fyrir skref kemst maður nær því að sortera allt frá sem ekki er nauðsynlegt að eiga. Það skapar pláss fyrir sálina og einfaldar lífið að eiga fáa hluti segja spekingarnir, og ég efa ekki að það sé rétt.

Allra fyrstu daga mína hér í Danmörku gisti ég hjá Erlu frænku minni, sem bjó með manninun sínum honum Kim. Þau bjuggu í lítilli íbúð og þar var sama upp á teningnum, of margir hlutir á litlu svæði. Á þessum tíma hafði Erla nýlega lesið bók um Feng-shui, og þar var hreinlega staðfest að til að getið notið lífsins verði maður að hreinsa til í sálinni, og fyrsta skrefið er að taka til í kringum sig. Erla sem var með hálfgerðan brjálæðisglampa í augunum fyllti marga ruslapoka af bókum og fötum og senti allt útí tunnu. Sagði svo sjálf að sér liði bara mkið betur. Ég kom að henni þar sem hún var að henda merkilegu riti eftir sókrates um sálina og tryggði ég mér það að sjálfsögðu. Nú býr hún á eyjunni Møn, langt uppí sveit með manninum sínum og strákunum Oliver og Magne. Og þar er er plássið nóg.

Ætli að maður geti ekki fengið svona brjálæðistiltektartimburmenni, þar sem maður sér eftir öllu og er við það að hringja uppí sorpu og biðja þá um að stöðva bræðsluofnana,því maður henti gamla Hard rock bolnum sem kærastinn, keypti í útlöndum á unglingsárunum.?

...Kannski er málið bara að kaupa minna, þá hendir maður minna. ...sem leggst út á dönskunni sem Økologisk og Økonominsk

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ich denke, dass Sie sich irren. Geben Sie wir werden besprechen. Schreiben Sie mir in PM. levitra ohne rezept viagra rezeptfrei [url=http//t7-isis.org]viagra rezeptfrei in ?sterreich[/url]