þriðjudagur, desember 12, 2006

Prófundirbúningur

Nú er prófundirbúningur í hámarki hjá undirrituðum, verkefnaskil á fimmtudaginn kemur. Verkefnið hefur gengið brösulega og er við eitt og annað að sakast í þeim efnum. Verkefnið gengur út á að hanna ólympíusvæði fyrir Malmö borg. Það er nefnilega hugmynd nokkurra áberandi manna að bæirnir við eyrarsundið geti sótt um ólympíuleikana árið 2020. Það hefur aldrei gerst áður að tvö lönd, í þessu tilfelli Svíþjóð og Danmörk hafi verið gestgjafar ólympíuleikana. En þessir menn nota þau rök að landfræðilega er allt Eyrarsundssvæðið jafnstórt og Lundúnir, Þarna búa fleiri en í Barcelona og einu hæstu meðaltekjur Evrópusambandsins . Svo benda menn á að Hm í knattspyrnu var haldið í Kóreu og Japan árið 2002 og þar var hin landfræðilega fjarlægð keppnisstaðanna margfalt meiri.

En verkefnið afmarkast að þessu sinni við að gera ólympíusvæði meðfram strandlengjunni milli Limarhafnar og Málmeyjar.

Ég geri tillögu að byggt yrði sundlaug, handboltahöll, fjölnota íþróttahús, tímabundinn mannvirki sem notast geta fyrir strandblak, tennis og þess háttar. Svo yrðu byggð þarna íbúðar og þjónustusvæði. Þetta yrði svo tengt saman með koncepti sem nær að tengjast bæjarumhverfinu allt í kring.

En manni er ekki til setunnar boðið, farið að hitna undir manni.

Engin ummæli: