laugardagur, desember 09, 2006

Ætli sé ekki best að reyna enn einu sinni.

Það er kominn góður tími síðan síðast. Ég hef saknað þess að blogga, því það virkaði nokkuð sálarhreinsandi og róandi. En það hefur skort tímann og næðið til að setjast við skriftir. Nú eru breyttir tímar að nokkru leyti. Ekki það að betur horfi með annir og .ess háttar, heldur þvert á móti. Nei, nú höfum við sett upp þráðlausa routerinn sem var keyptur í seinni hluta ágústmánaðar. Routerinn reyndist bilaður á sínum tíma, sem við komumsta að "the hard way". Viði höfðum keppst við að setja routerinn upp kvöld eftir kvöld og fengið hjálp vísra manna, en ekkert gekk. Við sendum svo apparatið í viðgerð með póstinum. Kassinn týndist hjá póstinum en dúkkaði upp tæpum mánuði seinna, svo tók viðgerðin við og að endingu kom þetta allt saman. Og eftir 45 mínútna samtal í þjónustusímann gátum við sett bæði tölvuna og routerinn upp.

Nú getum við verið með tölvuna um alla íbúð en ekki bara í herberginu hjá Karen og Óliver, semsagt ólíkt betri aðstæður fyrir bloggið.!

En nú er ætlunin að blogga eftir aðstæðum og efnum.

Kveðja.

Engin ummæli: