miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Baugsmálið

Það er kostulegt að lesa fréttalutning af baugsmálinu í fjölmiðlum þessa dagana. Núna opinberast sá tittlingaskítur sem þarna um ræðir og það stefnir í eitthvert stærsta hneyksli í íslenskri réttarfarssögu. Mál sem verður viðfangsefni sagnfræðinga út alla þessa öld og jafnvel lengur.

Eftir því sem þeytivindan snýst hjá ákæruvaldinu og kjarninn skilst frá gumsinu kemur betur og betur í ljós að það er verið að eltast við hluti sem mætti gera út um yfir kafibolla á næstu bensínstöð.

Að íslenska ríkið sé búið að eyða upphæðum sem gætu brauðfætt meðalstórt Afríkuríki í að reyna sakfella menn fyrir að kaupa sér gólfsett og túr í rússibana fyrir fé fyrirtækis sem maður á og stjórnar. Höfuðið er svo rifið skömminni með því að draga fyllerísgreddu Jóns Ásgeirs inn í málið og gera saknæmt.

Það hefur kannski verið sagt áður en sjaldan er góð og sönn vísa of oft kveðin, þetta er helvítis sjálstæðislokkurinn sem þessu veldur sem svo mörgu ;-)

Engin ummæli: