fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Glókollurinn

Óliver fékk nokkra nýja bíla og bílahús með frá mömmu sinni og pabba í gær. Þó hann eigi yfirdrifið af dóti kallinn þá er takmarkað hvað hann leikur sér með. Honum finnst nú yfirleitt skemmtilegast að sópa öllu út á gólf og hlusta á hið yndislega hljóð sem því fylgir, svo er yfirleitt gamanið búið.

En á vöggustofunni hefur hann tekið algeru ástóstri við litlu bílana og bílahúsin. Þar dundar hann sér tímunum saman við þá iðju að keyra bílunum upp og niður brautirnar.


Ég og mamma hans ákváðum að það væri komin tími til þess að við fengjum að njóta þess hér heima að hann sitji og dundi sér og ekki síst hann sjálfur. Svo dótið var aldeilis kærkomið.

Engin ummæli: