mánudagur, febrúar 26, 2007

Weekenden

Um hádegið á föstudag fór ég til fundar við vin minn hann Hall hinn mikla Haukdæling. Erindið var að ræða smá bissness og viðra ýmis plön. Dagurinn tók snemma nokkuð aðra stefnu er Sigurður Arnar og vinur hans Ármann mættu einnig á svæðið. Þeir félagar voru nýkomnir úr flugi yir hafið til þess eins að sletta úr klaufunum hér í Köben um helgina. Aðal ástæða komu þeirra var að sjálfsögðu hið árvissa þorrablót íslendingafélagsins, sem haldið var á laugardagskvöldið. Fljótlega eftir að við höfðum sest við borðið týndi Hallur úr fórum sínum koníaksflösku og íslenskan ópal snafs, og þá var ekki atur snúið. Þegar að líða tók á daginn sneri húsbóndinn atur að vínskápnum og tók að bera á borð allskostar veigar sem skolað var niður af bestu lyst. Seinnipartinn var svo sóttur bjórkassi og þegar ekkert nema dreggjaranr voru eftir var farið á kollegibarinn og haldið áfram. Þar vorum við fram á nótt og þegar yfir stóð höfðum við setið að sumbli í um það bil sextán tíma og fyrstu 10 án þess svo mikið að standa upp frá sætunum nema þá kannski til að kreista eitrið úr kóbraslöngunni.

Eins og fjölskyldefeðra er siður þá reis maður úr rekkju eftir rétt rúmlega 2ja tíma svefn og þótt ótrúlega megi virðast var ég eins og nýsleginn túkall. ...svona fyrstu tímana alllavegana, en að sjálfsögðu kárnaði gamanið og ég játaði mig sigraðan og fór aftur í bælið.

Timburmennirnir voru óvenju vægir þetta skiptið ef mið er tekið af hinum annars hefðbundnu andnauð, skjálfta, sjóndepru, uppköstum og hausverk, sem er hversdagskostur hjá mér eftir hvert rennerí.

Frúin skellti sér á þorrablótið með stórum kvennahóp, og ég sat með börnin þrjú heima í kotinu. Það gekk nú ekki alveg þrautalaust, þar sem þau vöktu hvort annað allt kvöldið og ég hvorki með mjólkandi brjóst né móðurslegt umburðalyndi til að standa í svona löguðu. En allt gekk þó upp að lokum og við náðum að sofna í einni hrúgu.

Sunnudagsmorgunin var svo tekinn ókristilega snemma því Karen átti að spila körfubolta klukkan 9:00 og var mæting klukkan 8:00 í íþróttahúsinu. Karen átti enn einn stjörnuleikinn og var allt í öllu í varnarleiknnum hjá stelpunum. Hún átti líka góðan leik í sókninni og skoraði tvö stig. Stelpurnar töpuðu þó 24 - 16, en eins og áður eru þær að keppa við eldri stelpur og því er árangurinn náttúrulega frábær.

Svo leið sunnudagurinn í faðmi fjölskyldunnar, þar sem mamman þurti óvenju mikla hvíld eftir brölt næturinnar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að hitta þig gamli refur. Verð samt að segja að ég hélt að þú værir bláedrú, greinilegt að þú ert búinn að vera búsettur í baunaveldi nokkur síðustu ár. Það verður bara gaman að fá ykkur heim, enda var tekin lýðræðisleg ákvörðun um að fara í ævintýraferð að Dröngum, helst í sumar. Sonja var glæsileg á þorrablótinu og eflaust margir sem hafa hugsað til þín með öfund að eiga svona sjarmerandi konu. Varð hins vegar af dansinum við hana en tek mér þann rétt að innheimta hann síðar, jafnvel í síðsumarsólinni að Dröngum í sumar. Bestu kveðjur. Sigurður magnaði.