
Núna um helgina hefur Jack verið hemilisgestur, ekki í orðsins fyllstu merkingu en allt að því. Við fjölskyldan komum okkur nefnilega vel fyrir í sófanum bæði föstudag og laugardag og hörfðum á myndir með honum. Fyrst sáum við nýju myndina Nacho Libre þar sem hann leikur einlægan mexíkóskan munk sem gerist fjölbragðaglímukappi til að safna peningum fyrir munaðarlausu börnin í þorpinu. Nokkuð sprellin og góð mynd þar á erðinni. Á laugardeginum horfðum við svo á School of Rock, þar sem hann leikur v
onlausan og atvinnulausan rokkara sem óskar þess heitast að vinna rokkkepnina the battle of bands. Jack fær vinnu sem kennari í skóla nokkrum þar sem hann kennir annars mjög svo siðprúðum nemendum leyndardóma rokksins. Asskoti skemmtileg mynd þar sem Jack nýtur sín mjög vel.Við þökkum samfylgdina.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli