laugardagur, febrúar 10, 2007

Kobbi Svarti

...gæti hann heitið á íslensku, en á enskunni ylhýru heitir hann Jack Black. Hann er 37 ára Ameríkani og hefur leikið í yfir 70 myndum síðan 1991. Oftar en ekki hafa hlutverkin verið smærri aukahlutverk þar sem hann er svona léttgeggjaður vinur eða félagi. En eftir að hann lék aðalhlutverkið í hinni stórskemmtilegu mynd Shallow Al með Gwyneth Paltrow hefur frægðarsól skinið nokkuð skært. Maðurinn er líka afbragðs músikant og söngvari og er einn helmingurinn af hinum geggjaða dúett Tenacious D. Til er einn geisladiskur með tvíeykinu hérna á hemilinu, diskur sem okkur var gefið af einum næturgesti. Diskurinn er svona blanda af stand-up og rokki, bara nokkuð góður.


Núna um helgina hefur Jack verið hemilisgestur, ekki í orðsins fyllstu merkingu en allt að því. Við fjölskyldan komum okkur nefnilega vel fyrir í sófanum bæði föstudag og laugardag og hörfðum á myndir með honum. Fyrst sáum við nýju myndina Nacho Libre þar sem hann leikur einlægan mexíkóskan munk sem gerist fjölbragðaglímukappi til að safna peningum fyrir munaðarlausu börnin í þorpinu. Nokkuð sprellin og góð mynd þar á erðinni. Á laugardeginum horfðum við svo á School of Rock, þar sem hann leikur vonlausan og atvinnulausan rokkara sem óskar þess heitast að vinna rokkkepnina the battle of bands. Jack fær vinnu sem kennari í skóla nokkrum þar sem hann kennir annars mjög svo siðprúðum nemendum leyndardóma rokksins. Asskoti skemmtileg mynd þar sem Jack nýtur sín mjög vel.

Við þökkum samfylgdina.

Engin ummæli: