mánudagur, febrúar 05, 2007

E.T phone home


Í gærkvöldi voru endurnýjuð yfir 20 áragömul kynni mín af litla sæta viðundrinu honum E.T. Samtímis voru börnin að upplifa þetta klassíska ævintýri í fyrsta skipti. Við sátum í einni hrúgu yfir sjónvarpinu og var ekki laust við að nostalgían næði fastatökum á mér. Það verður að segjast eins og er að þessi mynd er einstaklega vel heppnuð og hefur staðist tímans tönn með eindæmum.


Auðvitað var þetta dramatiserað að Amerískum hætti, en engin slepja samt þó að uppskriftin að tári á hvömm væri sannarlega fyrir hendi. Svo hafa tæknibrellurnar einnig lifað hina ótrúlegu byltingu í þeim efnum af sér. Það sýnir hvað meistari Spileberg var frammi í skónum og á undan sinni samtíð.


Óliver lifði sig af fullu inn í ævintýrið og og sat dolfallin yfir þessu. Hann pikkaði að sjálfsögðu upp frasan frægi. Hann benti ótt og títt úti loftið og rumdi út sér með snudduna upp í sér E.T. ...E.T.


Í gærdag fékk Karen heimsókn af einni stelpu úr körfuboltaliðinu. Stelpan sú var nokkuð sér á báti og fannst Karen hún bara hundleiðinleg eins og sagði sjálf. Hún hlýddi engu greyið og átti í sífelltum útistöðum við Karen. Svo þegar pabbi hennar sótti hana dró hún hann inn í íbúð og inn í svefnherbergi okkar þar sem Sonja lá í makindum sínum við brjóstagjöf. Svo varð henni tíðrætt um nöfnin okkar og sagði að pabbi sinn hefði hlegið mikið af þessum asnalegu nöfnum fyrr um morgunin. Pabbinn sótroðnaði og mældi skóna sína í gríð og erg, karlgreyið.


Já það þarf að vanda orðavalið í kringum þessa grislinga. En E.T. sýndi okkur gott ordæmi fyrir trúnaðinn bæði við vini sýna og fjölskyldu.


Góða daga


Engin ummæli: