mánudagur, maí 28, 2007

Sunnudagur með gráan himinn.

Í gær lá svo leiðin á hið árvissa karneval í fælledparken. Þar var margt um mannin og mikið að sjá og gera. Ekkert varð úr boðuðu regni og meira segja léku einn og eins sólargeisli um andlit manns. Óliver var glaður með uppátækið og vildi ólmur fylgjast með léttklæddum meyjum dansa brjálaðan samba við dúndrandi bumbuslátt, hann byrjaði meira að segja að dilla sér.

Karen reyndi hvað hún gat til þess að ná góðum myndum á gemsan sinn og tróðst og tróðst í mannþvögunni, árangurinn varð því miður heldur magur.

Óliver fékk helíum blöðru í hests-líki. Pabbinn á erfitt með að standast biðjandi auga barnana þrátt fyrir góðan ásetning og "nei" svör fyrstu 18 skiptin sem spurt er. Það stóð 20 kr með stórum stöfum á skiltinu og ég lét til til leiðast og pantaði blöðruna. Afgreiðslumaðurinn sem seldi blöðrurnar úr skottinu á mözdu druslu rukkaði mig um 50 krónur. Ég rak upp stór augu og benti á skiltið. "Jez, jezz" sagði hann "it is fra twenty crowns" og benti á orðið fra sem var útmáð og skrifað með míkróletri í einu horninu á skiltinu.

Á svæðinu voru að sjálfsögðu Inkarnir í ægilegum múnderingum og spiluðu á panflautur við undirspil af dramatísku trumbuspili. Karen fannst þessi músik flott og hlustaði af einlægni. Ég bauðst til að kaupa disk af indíanaklæddum dananum sem gekk um og reyndi að selja diska sem hann sagði spilaða af sjálfu bandinu. Ég keypti einn á 120 kr og þóttist nokkuð ánægður þar sem sölumaðurinn sagði diskinn vera algera næringu fyrir sálina. Hann benti meira að segja aftan á diskinn og sagði "þetta lag eru þeir að spila núna "ohna na" ...og þá var ég seldur!

Þegar heim var komið var diskurinn settur í tækið og hvílík vonbrigði. Meira og minna allt spilað á syntheseizer og meira að segja sungið á ensku á nokkrum lögum. Eftir að hafa skoðað hann nánar komst ég að því að þetta er fjöldaframleitt í póllandi og ekkert orginalt við þetta. Ég sem hafði haldið mig vera væri að kaupa eitt lítið stykki Inka kúltur sat nú svikin í stofunni með pólskt tölvupopp klætt í indíánafjaðrir.

Disknum hlotnaðist strax þann vafasama heiður að verða einn lélegasti og mesty korní diskurinn í safninu og er þá af ýmsu að taka, til dæmis, Celin Dion on pan pipes, the latin album og celtic spirits.

Engin ummæli: