mánudagur, maí 28, 2007

Hnittin tilsvör. - maður er það sem maður étur.!

Ég hef alltaf haft gaman af hnittnum tilsvörum. Held svei mér þá að það séu gáfumerki að geta svarað fyrir sig á þann hátt að staði og stund sé lyft á hærra plan. Margir samferðamenn mínir eru einstaklega góðir í slíkum tilsvörum og þá ekki síst frændur mínir í föðurlegg.

Frændi minn mætti í skólann á mánudagsmorgni fyrir stuttu og var heldur framlár eftir ævintýri helgarinnar. Að sögn var hann með kærustuna í heimsókn alla helgina. Ég tók skilningsríkur undir og bætti úr með að segja að hann væri nú svolítið tussulegur að sjá. Frændi snéri sér við og sagði ..."nú, maður er það sem maður étur!"

góður.!

Engin ummæli: