laugardagur, júní 30, 2007

Júnífærslan.!

Það hefur verið rólegt yfir síðunni undanfarin mánuð. Eftir góða ferð á heimahagana um sjómannadaginn tók veruleikinn við hér í sjóðheitri Kaupmannahöfn. Tengdaorldrarnir koum hingað til okkar í vikutíma og eins og endranær var tekið til við lagfæringar og endurnýjun á lagnakerfum íbúðarinnar, með stórpíparann í framsætinu. Baðhebergið var rifið í agnir og er nú á leið með að verða mönnum sæmandi með nýjum flísmu í hólf og gólf ásamt innréttingum. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig og gerir enn, en allt saman færist verkið löturlega fram á við.

Skipulagsverkefnið sem ég að vinna að með frænda sat sem fastast á hakanum, þó svo að undirritaður klóraði af fremsta megni í bakkan og las hin miklu fræði á milli tarna. Verkefnið er nú á fullri ferð þó svo að við máttum játa okkur sigraða ganvart tímamörkum keppninnar í Noregi. Síðasta vika hefur verið mjög annasöm og verkefninu miðað geysivel, en tíminn var of naumur og ekki bætti úr skák að skilin voru einum degi fyrr en við höfðum talið.

Um miðjan mánuðin fórum við fjölskyldan í sumarbústað með Halli, Hönnu og börnum. Bústaðurinn er staðsettur við litlabeltið, litlu sunnan við Kolding. Dvölin var yndisleg en samviskan var þó að angra undirritaðan ótt og títt. Við stunduðum sjósundið með miklum móð vopnuð kafaragleraugum, blöðkum og munnstút. Undan ströndinni eru mikil krabbamið og dunduðum við okkur við að veiða þessar skepnur sem reyndist hin besta skemmtun.

Í lok dvalarinnar sem innihélt ferð í Legoland og safaripark keyrðum við yfir til Þýskalands og heimsóttum Flensburg. Borgin er virkilega falleg eins og flestar þessara gömlu evrópsku hafnarborga sem sveipaðar eru söguslóðum frá fjöruborði að kirkjuturnum. Einnig litum við í landamæraverslanirnar og keyptum sitt lítið af hverju, aðallega leikföng fyrir ungana. Verðlagið þar er mjög hagstætt og þá sérstkalega á guðveigunum. Rafmagnstæki og annað glingur er einnig á góðu verði og ekki myndi mig undra það að við gerðum okkur eina ferð þarna suðureftir til að versla í gáminn.

Þessi helgi sem og síðusta daga hefur verið tileinkuð verkefnavinnu, þar sem endnaleg skil eiga að vera á mánudag og próf á fimmtudag. Nú er að duga eða drepast.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gangi ykkur vel med allt saman.kv. erla og co.

Kalli sagði...

Fer ekki að líða að júlífærslu? Hvernig er það?