sunnudagur, maí 06, 2007

Nei nei ég var bara að skíta.

Það var nokkuð skopleg frétt sem birtist á BT vefnum í dag. Maður einn var á tali við vinkonu sína snemma sunnudagsmorgun. Í miðju símtalinu heyrði konan undarleg hljóð á hinum enda línunnar og í sömu andrá slitnaði símtalið. Konan sem óttaðist hins versta um afdrif vinar síns hringdi í ofboði á lögreglu og sjúkrabíl. Þegar hersingin öll mætti á staðinn, komu þau að manngreyinu á dollunni með pípandi ræpu. Hann baðst að sjálfsögðu sér forláts en sagðist hafa skellt á vinkonuna þegar ræpan skall á honum algerlega fyrirvaralaust.

Ég man eftir einum sketch hjá tvíhöfða þar sem Sigurjón Kjartansson er að tala í síma við einhverja dömu leikna af Jóni Gnarr. Í miðju símtalinu fara að berast mikil óhljóð frá Sigurjóni í gegnum síman, daman bregst hin ókvæða við og spyr, "hvað ertu að gera, ertu að runka þér.?". "Nei, nei" svarar Sigurjón, "ég er bara að skíta".

Við getum öll lært eitthvað af þessu og sérstaklega norðmaðurinn, að að vera heiðarleg og ekki vera feimin við að tala í síman með maður er að skíta. Einn góður föðurbróðir minn hefur sagt mér að varla sé hægt að nýta tíman betur á kamrinum en í spjalli við gamla vini og ætmenni. Það væri jafnvel hægt að ljúka bankaerindum þrútin, með andnauð og skerandi sársaukan við að fæða afkvæmi chilikássu gærkvöldsins.

Engin ummæli: