þriðjudagur, maí 08, 2007

Fermingarafmælið og árið 1987

Á sjómannadaginn verður haldið 20 ára fermingarafmæli ´73 árgangsins frá Bolungarvík. Það virðist ætla verða góð mæting samkvæmt nýjustu meldingum og ekki annað að ætla en að þetta verði gott geim og skemmtilegir endurfundir.

Ég er sjálfur búin að tryggja mér flugmiða til landsins og vestur, og er bara farið að hlakka mikið til.

Það var nú reyndar nett sjokk að uppgötva að það væru 20 ár liðin frá fermingu. "Tíminn líður hratt á gervihnattaöld", söng Pálmi Gunn í Bergen 1986 og hefur reynst sannspár með ólíkindum.

Ég man ótrúlega vel eftir fermingarárinu 1987. Þá fór ég fyrst til útlanda, fékk vasadiskó og ný skíði, lærði að beita, varð íslandsmeistari og valinn í nemendaráð grunnskólans, saumaði mér leðurstuttbuxur, og greiddi mér eins og Billy Idol.

Tónlistin sem ég man eftir og minna mig á þetta ár er til dæmis, (sérstaklega æfinga og keppnisferðina til Þýskalands).
Cest´la vie með Robbie Neville.
Don´t dream its over með Crowded house.
Lean On Me með Club Nouveau.
Lady In Red með Chris De Burgh.
Died In Your Arms með Cutting Crew
Mony, Mony með Billy Idol.
...sem sagt, hafði ég mjög þroskaðan tónlistasmekk!

Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar og gaman verður að hitta gömlu bekkjarfélagana við ósinn á ný.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er sko fleirum farið að hlakka til, allt heimilisfólkið í Traðarlandinu með meiru.
Svandís er að deyja úr forvitni hver leynigesturinn er.
Ástar og saknaðarkveðjur til ykkar, sérstaklega til englanna, Karenar, Ólivers og Ísobel
Amma og Afi í sveitinni

Kalli sagði...

Þetta verður örugglega skemmtilegt hjá okkur.
Sjáumst hressir.

G.H.A. sagði...

ekki spurning. gaman að koma heim í víkina eftir langa útlegð og hitta ykkur öll.

Nafnlaus sagði...

Það verður örugglega gaman hjá ykkur, ótrúlegt 20 ára fermingarafmæli, þið eruð á leiðinni að verða gamlir greyin.

kveðja borghildur

Nafnlaus sagði...

Sæl gaman að kíkja á síðuna þín getur þú sent mér netfangið ætlaði alltaf að senda þér myndir kveðja ragnheiður
ragnjos@simnet.is