föstudagur, apríl 13, 2007

Af börnunum

Veikindin sem herja á heimilisfólkið gera það ekki endasleppt. Í gær tókum við eftir nokkrum dílum sem Óliver var komin með á bakið og brjóstið. Dílunum tók að fjölga hratt og urðu stærri, jú kappin er komin með hlaupabóluna. En hann er ferskur og hress, brosir jafn breitt og áður, eilítið lystarlaus en annars bara góður. Þessari törn fer vonandi að ljúka, vorið hefur gert innreið sína og um að gera að "da familí" verði klár til útivistar hið fyrsta.

Á sunnudaginn á Karen Embla að spila körfuboltaleik uppi á Nörrebro. Daman er að taka miklum framförum og er farin að hitta á körfuna lengst utan af velli, svo er hún komin með nokkkur góð trikk sem hún hefur æft upp sjálf hérna úti í garði. Hún segist sjálf stefna að því að spila í Íslenska landsliðinu og verða heimsmeistari. Um að gera setja markið hátt.!

Engin ummæli: