fimmtudagur, apríl 12, 2007

Vandræði með I-tunes.

Ég sótti I tunes forritið af netinu um daginn, fullur væntingar um að loksins geta notið allrar tónlistarinnar í tölvunni með betra móti. Ég hef komið mér upp dágóðu safni af tónlist, bæði tónlist sótt af netinu og af diskum úr hillunni. Ég hafði komið þessu fyrir í snilldarfyrirkomulagi í windows möppukerfinu, eitthvað sem útheimti töluverða vinnu og ég var stoltur af. En eftir að ég hlóð þessu inn á I tunes og gerði hann að standard spilara, þá riðlaðist þetta allt. Forritið fór inn í möppustrúkturinn og gjörbreytti fyrirkomulaginu, fjölgaði möppunum ú 300 í 710 og breytti nöfnum á öllu klabbinu og svona lagað er ekki gott fyrir svona þverhaus eins og mig.

Það er skemmst frá því að segja að ég varð frekar súr, langaði helst að kveikja í tölvuhræinu. En tónlistin er þarna enn og það er fyrir öllu. En nú verð ég að undirleggja mig möguleikum forritsins, sem eru ekki ýkja margir í ókeypis útgáfunni og sætta mig við það. Og þessi vegferð okkar tveggja byrjar ekki par vel, hatursamband af minni hálfu.

Ég kalla eftir betri spilara...! ...hann má ekki kosta.

2 ummæli:

Kalli sagði...

PC-rusl ;)

G.H.A. sagði...

eitthvað svoleiðis. Horfði með öfund á samnemanda minn í kúnstakademíunni sem átti í ástasambandi við maccan sinn. ekki að ég hafi viljað á þá, heldur vildi minn eginn.