sunnudagur, apríl 15, 2007

Charles Greene býður mér 30% af 25 miljónum punda

Ég fékk fyrir nokkrum dögum sent bréf á mailið mitt frá manni sem kallar sig Charles Greene. Hann segist í bréfinu vera einhversskonar fulltrúi (Senior Audit Oficer) hjá bresku bankasamstæðunni National Westminster bank. Karlinn hann Charles segist vera í smá vandræðum með 25 milljón pund sem hann býður mér nærri þriðjung af, gegn minniháttar greiða. Peningarnir eru sjóðir manns sem lenti í flugslysi ásamt allri fjölskyldu sinni fyrir tæpum átta árum og verða eign breska ríkisins ef enginn gerir kröfu til þeirra innan átta ára. Já, þetta eru mikil vandræði hjá karlgreyinu, og að sjálfsögðu ekkert annað gera en að senda úrræðagóðum íslensku námsmanni beiðni um aðstoð.

Ég ætla að senda mr. Greene bréf til baka og sjá hvert þetta leiðir.

Engin ummæli: