mánudagur, apríl 23, 2007

pínlegar kóngasleikjur

Það fór hrollur um mig um daginn þegar ég sá krónprinsinn segja frá fæðingu dóttur sinnar fyrir framan stóran skara af blaðmönnum og ljósmyndurum. Honu þótti þetta augljóslega óþægilegt og skammaðist sín fyrir athyglina sem þessir þörfustu þjónar samfélagsins sýndu fæðingunni. Það krepptust tærnar á mér yfir þessari slepju og upphefð á venjulegu mennsku fólki sem eignast börn eins flestir aðrir.

Svo klikktu blöðin út með að helga 15-20 síðum undir fæðinguna. Langar greinar voru skrifaðar um hugsanlegt nafn, hverjir höfðu fæðst sama dag, hvernig yrði að vera litla systir, hvernig yrði fyrir bróðirinn að vera stóri bróðir, og álíka innantóm umfjöllun og spekulasjónir um ekki neitt. Merkilegast er þó að fagfólk úr hinum ýmsu fögum stendur í röðum til að ræða þetta við pressuna, eins og um stóra samfélagslega krössgötu sé að ræða.

Mér hefur alltaf fundist það bera vott um lélega þjóðernisvitund, sjálfsmat og síðast en ekki síst hundslega hlýðni að aðhyllast konungsríkjum. Það er ótrúlegt að þróuðustu samfélög heimsins skuli aðhyllast svona ævagamla stofnun sem ekki snýst um annað en lífstíl og lúxus, borið á baki hryllilegrar og blóði drifinnar sögu.

Niður með konungsdæmin.

Engin ummæli: