föstudagur, apríl 27, 2007

Jóhann Jóhannsson

Ég keypti mér nýverið geisladisk sem ber nafnið ibm 14c1, a users manual, sem inniheldur tónverk í 5 hlutum eftir Jóhann Jóhannson. Þessi diskur fékk alveg frábæra dóma hér í Danmörku, sem varð til þess að síðustu krónurnar voru hífðar upp úr slitnum gallabuxunum og réttar Þórhalli í 12 tónum.

Tónlistinn á disknum leggur einfaldlega línurnar fyrir nútímavæðingu klassískar tónlistar. Tónlistin er dramatísk, ljóðræn og poppuð í senn sem fær hárin til að rísa í hrifningu.

Ein bestu tónlistarkaup það sem af er ári.

Engin ummæli: