mánudagur, mars 26, 2007
Veikindi að hrjá heimilisfólkið
Fjölskyldufaðirinn reið á vaðið með kverkaskít, slappleika og margslungna beinverki á föstudaginn. Smitleiðin hefur að öllum líkindum verið símleiðis eftir fjölmörg símtöl við sjúklinginn á Sólbakkanum, hann Hall Kristmundsson.
Litla prinsessan hún Ísabel fékk svo snert af þessari pest sömu pest á laugardaginn. Karen fékk svo einhverja hrikalega magakveisu á sunnudaginn, var síkvartandi en hélt verkina vera afleiðingar eftir körfuboltaleikinn um morguninn. Daman sú arna svaf svo lítið sem ekkert núna aðfaranótt mánudagsins. Óliver hefur líka fengið þennan kverkaskít og hóstar núna í öðru hverju skrefi.
Og svo rúsínan í pylsuendanum, þá fékk Ísabel hlaupabóluna og steyptist út í útbrotum hérna fyrripartinn og með háan hita í kjölfarið.
Þess vegna liggja allir í bælinu þennan daginn, sem annars er fallegasti dagur sem liðið er af ári.
Mamman bar þó fram vöfflur með ís og rjóma til að lina þjáningarnar okkar sjúklingana.
miðvikudagur, mars 21, 2007
Silfraðir lokkar
Í gær þar sem ég sat stjarfur yfir tölvunni og hamaðist við að teikna gerði heimilsfrúin skelfilega uppgötvun, að henni fannst. Þar sem hún stóð fyrir aftan mig og dáðist að listrænum hæfileikum bóndans varð henni litið ofan í lítið eitt útþynntan hvirfilinn. Með skelfingu kom hún með þessi hræðilegu tíðindi, "Gummi, þú ert orðin gráhærður!"Fiðurfénaðnum gefið
Í gær var veðrið fallegt hér í Kaupmannahöfn, bjartur himinn og svalur vindur. Þetta var hálfgert gluggaveður en ekkert mál að klæða næðingin af sér. Um eftirmiðdaginn röltum við hjónin með þau tvö yngri niður að Kristjaníu og gáfum andfuglunum brauð. Óliver ætlaði hreinlega að hlaupa útí vatnið kallin, svo æstur var hann í að mata þessi garghænsn. Svo til að toppa upplifelsið þá komu nokkrar snátur ríðandi á póníhestum og áðu skamma stund við tjarnarbakkann.Eftir alla paranojuna í kringum fuglaflensuna sem frúin kom af stað hérna á heimilinu hefur maður verið ein taugahrúga þegar maður nálgast þessi grey. En eftir síðasta vetur þegar heimsendaspárnar gengu fjöllunum hærra og ekkert af því gekk eftir, varð manni lítið eitt rórra í sinni.
Þar sem smitleiðirnar eru helst í gegnum snertingu við saur og endaþarm þessar dýra er manni nokkuð óhætt, í bili að minnsta kosti.
þriðjudagur, mars 20, 2007
Skellinöðru prófið
Ég vissi ekki að ég hafði á sínum tíma lokið prófi á skellinöðru fyrr en ég rakst á þetta skírteini í skúffunum á dögunum. Ég átti að sjálfsögðu aldrei mótorhjól, en lánaði oft hjólin hjá Ella Kristjáns og Bjarka.Líka minn líkami
á að verða stæltur og glæstur, ef úr öllum plönum rætist.sunnudagur, mars 18, 2007
Kaffi og beigla með
Hér í morgunsárið gæddum við okkur öll á nýbökuðum beiglum og kjarnmiklu brauði frá henni Karen Emblu. Daman naut að sjálfsögðu fulltyngis okkar eldri en útkoman sem var prýðileg verður að skrifast á dömuna.Lítil blaðran.
En annars er ekki mikið partý yfir blöðru piltsins, kannski verið búin að belgja sig út af gosdrykkjum og nammi. Ég þekki einn góðan pilt að vestan sem aldrei gat skitið annars staðar en heima hjá sér. Og þá skipti engu þótt um vikulangt ferðalag með sundfélaginu var að ræða, það kallar maður sjálfsaga.!
Ég kæmist persónulega ekki í gegnum daginn ef ekki nyti við þeirrar helgu stundar þegar nr. 1 og 2 sameinast í fallegri simfoníu í snjóhvítri porselínhvelfingunni og lestur fríblaðsins getur hafist. Ég kemst aldrei nær almættinu en einmitt þá.
föstudagur, mars 16, 2007
Góð bók
Í gærkvöldi lauk ég við að lesa alveg magnaða sögu um hrakfarir á norðurheimskautinu. Bókin heitir Ísherran, hin afdrifaríka sjóferð Karluks. Mér hefur ekki orðið mikið ágegngt með verkefni vikunnar eftir að ég hóf lestur þessa 430 blaðsíðna verks á mánudagskvöldið. Þetta er saga um hrikalega lífsbaráttu áhafnarinnar á Karluk, þar sem þeir voru fastir í ísnum norður af Alaska í 7 mánuði veturinn 1913 - 1914. Þeir komust við illan leik yfir ísinn til Wrangel eyju sem er einhver afskekktasta eyland í veröldinni og þar eyddu þeir 6 mánuðum í kulda og vosbúð í hrikalegri baráttu fyrir lífi sínu. þriðjudagur, mars 13, 2007
lim-lestar í Noregi.
Þeir eru orðnir of graðir þessri norsarar, örugglega lent í innrækt eftir að rjómi þjóðarinnar flúði á 9. öld.
Meira um lystisemdir holdsins: á mbl. vefnum segir frá bandarískum ungling sem á von á 6 börnum með sex konum og þykir þetta með eindæmum fréttnæmt. Í minni sveit reyndu menn að þaga yfir svona löguðu, og þótti svona heldur ekki sérlega fréttnæmt.
Mér hefði þótt meiri frétt ef hann hefði átt von á sex börnum með sjö konum, eins einhver komst að orði er fjölskylduhögum eins frænda míns var líst.
mánudagur, mars 12, 2007
Blíðviðri

Leikurinn og heimferðin langa
Leikurin sem stelpurnar spiluðu var æsispennandi og voru allir pabbarnir staðnir upp og orðnir bláir og þrútnir. Greyið dómararnir, tvítugir strákar fengu það óþvegið hvað eftir annað, sjáflsögðu ekki að ástæðulausu! Leikurinn gekk vel og komumst stelpurnar meira að segja í 22 - 14. En í síðasta leikhluta settu mótherjarnir alla risana inn á og náðu að kreista fram eins stigs sigur 26 - 25. En eins og í öllum hinum leikjunum voru stelpurnar okkar að keppa við eldri stelpur. Glæsilegur árangur.!
Eftir leikin ákváðum ég og Karen að hjóla lestarstöðina í Ballerup og taka þaðan lestina, fá okkur smá hjólreiðartúr í blíðunni. Veðrið var með eindæmum gott og við höfðu
m margt að ræða. Við keyptum eitt súkkulaðistykki til að maula og hjóluðum svo að stað. Þegar við náðum til Ballerup vildi Karen hjóla á næstu lestarstöð, henni fannst svo gaman að hjóla í góða veðrinu og spjalla. Á leiðinni þangað datt henni svo í hug hvort ekki væri hægt að hjóla alla leiðina heim, eða um 30 km. Ég sagði að við gætum hjólað eins langt og okkur lysti og eftir um tveggja og hálfstíma ferð náðum við heim í Lombardigötuna. Við komum með nýbakað brauð úr bakaríi á Nörrebro, svo Sonja setti saman mimi-veislu handa okkur, þreyttum ferðalöngunum. Á leiðinni í gegnum Nörrebro virtum við fyrir okkur alla eyðilegginguna eftir óeirðirnar og komum einning við hjá grunni hins fræga ungdomshúss.Karen var að sjálfsögðu ánægð með afrekið en þegar ég sagði henni að þetta væri jafn langt eins og að fara fram og til baka milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, hváði hún "ekki meira!"
Trabbinn
Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að fyrsta eintakið af Trabant, hinum austurþýska glæsivagni leit dagsins ljós. "Bíllinn" varð strax hálfgerð þjóðareign líkt wolksvagen varð i vestari helming landsins. Trabantinn gat á góðum degi, komist í 110 km/klst, þ.e.a.s ef brekkan og meðvindurinn var nógu mikill. Ólíkt flestum bifreiðum heimsins var boddíið á trabantinum ekki úr áli, heldur úr plasti sem svo var klætt með einhverskonar bómullarblöndu. Þrátt fyrir að þessi óvenjulegi og hávaðasami "bíll" hefði nánast aldrei komist út fyrir Sovétríkin sálugu hefur hann heillað bílaáhugamenn um gjervalla veröldina og nú er svo komið að afmæli bílsins er fagnað víða.laugardagur, mars 10, 2007
Stríðsástand
ssar óeirðir ef frá er talinn laugardagsmorgunin síðasti. Ég hef verið nokkuð hugsi yfir þessu öllu og nokkuð reiður þessum krökkum sem gengu berserkgang um borgina og eyðilögðu eigur saklausa borgara fyrir tugi ef ekki hundruðir milljóna króna, tjón sem borgararnir verða að stærstum hluta til að bera sjálfir. Þó að málstaðurinn göfugur og tilefnið ærið er fátt sem afskar svona hegðun, þrátt fyrir að foreldrar þessara barna taki nú upp fyrir þau hanskan, koma í fjölmiðla og kenna lögregluna um öll lætin.Ég tók sjálfur þátt í nokkrum mótmælum hér í borginni í kringum aðdraganda Íraks stríðsins og verð að segja að lögreglumennirnir eru seinþreyttir til reiði og halda sig yfirleitt passívt ásýndar. Þeir eru með borgaralega klædda "stikkera" sem ferðast um í litlum hópum og kippa ólátabelgjunum úr umferð. Í þessum mótmælum sá maður allskonar skríl sem lét eins og atburðurinn og samkoman væri eingöngu ástæða til að skemmta sér og ögra lögreglunni. Þarna voru hálfgerðir gjör
ningahópar sem gátu fengið útrás fyrir athyglisþörfina með því að blokkera götur, setjast niður á gatnamótum og þess háttar. Mestur fjöldinn var þó friðarsinnar sem vildu láta andstöðu sína á stríðsbrölti í ljós, en fyrir aðra var málstaðurinn bara að fá adrenalín kikk.Ég varð líka vitni að því þegar mótmælendur stóðu andspænis lögreglunni, (stóð sjálfur einna fremst) sem lokaði hliðargötu við þinghúsið, þegar einhver bjáni fleygði slökkvitæki yfir mannfjöldann og í framrúðu lögreglubíls, algerlega upp úr þurru. Það var mikil mildi að það lenti ekki í höfðinu á hjálmlausum lögreglumanni. Að sjálfsögðu settu löggurnar upp hjálmanna og réðust að liðinu eftir nokkur varnarorð.
Krakkarnir sem nú berjast fyrir ungdomshúsinu hafa góðan málstað að berjast fyrir og eru flestir þessara krakka stórgáfuð og vel gerð. Í mörgum orðsendingum frá tryggum notendum hússins eru mótmælendur beðnir um að fara friðsamlega ella grafi þeir einfaldlega gröf hússins og möguleikanum á að að fá nýtt hús. Það hefur líka komið í ljós að allskonar skríll sá sér leik á borði og fékk útrás fyrir skemmdarfýsn sína án þess á nokkurn hátt vera tengt kúltúrnum í kringum ungdomshuset. Í þessu samhengi hefur það verið nefnt í umræðunni að færa kosningaréttin niður í 15 ára aldurinn til að gefa unglingunum kost á að hafa áhrifa á mótun samfélagsins með lýðræðislegum og friðsamlegum hætti. Athyglisverð hugmynd.!
Ég er farinn að hallast að því nú þegar eftirmálinn að þessu er í umræðunni að stífni
borgaryfirvalda hafi að einhverju leyti valdið þessari stöðu sem nú er uppi. Borgarstjórinn hún Ritt Bjerregaard sem er þekkt fyrir stífni og eistreingingsleg vinnubrögð, hefur látið hafa það eftir sér að þessir krakkar munu ekki knébeygja hana til eins né neins. Hún segir að það sé ekki hlutverk borgarinnar að útvega þeim húsnæði. Að ekki sé nú talað um liðið sem keypti húsið og lóðina af borginni, brjálað trúarofstækislið sem ætlar að frelsa alla þjóðina, með afhommun og hreinsunareldi.Það virðist vera nokkuð mikil samúð með þessum krökkum sem horfðu grátandi á þegar húsið var mulið mélinu smærra.Það sló mig að vissu leyti er ég sá þetta í fréttum að húsið var tákn þeirra um eitthvað óumbreytanlegt og stöðugt í annars brjálaðri veröld. Húsið var kannski land þeirra og þjóðerni.
föstudagur, mars 09, 2007
í körfunni
Það er nóg að gera hjá Karen Emblu í körfunni, nú eru leikir um hverja helgi og æfingar tvisvar í viku. Um síðustu helgi kepptu stelpurnar á heimavelli við Skjold fra Stevnsgade og áttu þrusu leik. Stelpurnar frá Skjold voru einu til tveimur árum eldri en okkar stelpur stóðu í þeim allan leikinn. Leikurinn tapaðist þó, endaði 24 - 16 fyrir Skjold.Karen var í miklu stuði og og skoraði 3 stig í leiknum. Hún spilaði öflugan varnarleik og stal boltanum frá mótherjunum trekk í trekk og skapaði færi fyrir sitt lið. Sóknarleikurinn er allur að koma hjá henni og er hún farin að þora meiru. Fyrstu misserin fannst henni óþægilegt að fá boltan í s
ókninni, það fylgdi því svo mikil ábyrgð og hún óttaðist að mistakast, trúði hún pabba sínum fyrir.En hún hefur fengið gott sjálfstraust og leggur sig alla fram, íþróttamanneskja fram í fingurgóma.
þriðjudagur, mars 06, 2007
Saltkjöt og baunir
Á sunnudag fór stórfjölskyldan í heimboð til vinar okkar Halls og Hönnu á Solbakken. Þar var haldið uppá síðbúinn sprengidag, með saltkjöti, baunasúpu og öllu tilheyrandi. Það var mitt í örvæntingunni um að fara á mis við þessa árvissu átveislu þegar boðið kom. Hallur sem hefur verið með annan fótinn á Íslandi síðustu vikur bar þessi góðu björg í hús.sunnudagur, mars 04, 2007
Sorgleg sjón

Brunalyktin var megn og sótið hafði litað framhliðar húsanna og yfirborð nágrenisins, allstaðar var brunnið drasl, grjót, glerbrot og hræ af ýmsu tagi. Ungdómurinn hefur verið iðin við kolann undanfarnar nætur, eru eitthvað eirðarlaus og pirruð greyin.!
Krakkarnir hafa ágætan málstað, þau vilja samastað og frelsi til að lifa lífinu utan hinna hefðbundnu borgaralegu lifnaðarhátta. Umburðarlyndi, margbreytileiki, sköpun, friður og mannúð eru þeirra slagorð. "Tek undir þetta allt saman, allt eitt af mikilvægustu hráefnum fyrir gott samfélag"! En þegar þessir krakkar taka upp á að leggja eigur borgarana í rúst af því að þau voru beðin um að flytja félagsmiðstöðina sína í stærra og betra húsnæði, þá dreg ég ætlunarverk og afstöðu í efa.
Ætli frekja og spennuþörf sé ekki ástæðan fyrir þessu öllu. Þeim finnst rosa gaman að láta mynda sig fyrir sjónvarpið þessum krökkum og láta handtaka sig, en svo gráta þau af ótta og einveru þegar í klefana er komið og þau átta sig á alvöru málsins, svo mikil er nú hin pólitíska sannfæring og fórnfýsi fyrir málsstaðinn.
Það er runnið af mér...
...sagði Halfdán Emilson bóndi við rangánna þegar haft var samband við hann í gær. Hann mundi óljóst eftir því að hafa verið að drekka heimabruggið og eitthvað ruglað í kerlingunni, sem var nýfarin frá honum. "einhver gredda í mér bara, kallaði hana hóru, ...held ég"!fimmtudagur, mars 01, 2007
Komment
Ég var komin á þá skoðun eftri að hafa lesið hjá henni nokkrar greinar á blogginu og séð hana í silfri egils að það væri kannski eitthvað á milli eyrnana á henni. En það virðist ekki vera annað en einhverskonar hefnigirni og ofmat á sínu hlutverki sem rekur hana áfram. Hún skrifar æðibunu-greinar með miklu offorsi þar sem hún dvelst á heilsuhæli í Póllandi. Ef ég hef lesið skrif hennar rétt þá er hún í einhverrri stólpípu- og afeitrunarmeðferð, sem skýra kannski þetta offors í henni. Ætli maður yrði ekki sjálfur pirraður ef maður væri í afeitrun, með tilheyrandi fráhvarfseinkennum og fengi svo troðið einhverjum lúður upp í rassgatið tvisvar á dag og látinn drulla í gegnum hann, jafnvel í ásýnd annarra.
En kerlingin hún Jónína lætur gammin geisa á bloggsíðunni með makalausan óhróður um nafngreindar persónur. Viðbrögðin láta svo ekki á sér standa og hellist yfir hana skömmunum. Hún sér yfirleitt að sér og annað hvort fjarlægir færslurnar, breytir þeim og styttir, og það eitt framkallar ekkert síðri viðbrögð frá lesendum.
Það er gaman að það sé einhver sem þorir að tjá sig óheft, svona eins og Ástþór Magnússon, þorpsfífl íslenskra fjölmiðlaumræðu var einumlagið.
